Björgunaraðgerðir ekki nóg meðan að afleiður eru til í fjármálakerfinu

Margt bendir til að björgunaraðgerðir einstakra ríkja á fjármálakerfi sínu sé ekki nægilega róttæk aðgerð til að stemma stigu við alþjóðlegu bankakreppunni. Ég hef hingað til horft á fulltrúa Schiller Stofnunarinnar sem einskonar sértrúarsöfnuð, en eftir að hafa hlustað á viðtal við Tom Gillenberger sem leiðir samtökin í Danmörku er ég farin að halda að það þurfi að breyta forsendum fjármálakerfisins mun meira en reynt er að gera nú.

Það þarf að uppræta úr kerfinu spákaupmennsku elementið en samt tryggja að flæði fjármagns milli landa sé til staðar og að hið raunverulega hagkerfi byggt á atvinnugreinum og verðmætasköpun framleiðslu á ólíkum sviðum geti starfað eðlilega. Til þess að það sé hægt þurfa þjóðir heims að setjast saman líkt og bandamenn BNA gerðu í lok heimstyrjaldarinnar síðari og móta leikreglur fjármálakerfisins. Þar þurfa nú Rússland, Kína og Indland að koma að borðinu til að hægt sé að koma í veg fyrir að enn nýjar kreppur í kerfinu sverfi að fólki.

Derivatives eða afleiður í fjármálakerfinu eru enn að ógna fjármálakerfum landa og geta ef ekkert verður að gert valdið hruni hins kapitaliska hagkerfis til grunna.  Sumir spá því að við séum einungis fyrsta þjóðin af mörgum sem á komandi vikum tekst á við nær gjaldþrot.

Sjá viðtal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband