Göngum hægt um gleðinnar dyr!

Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir sjávarútvegsgreinina að norsk-íslenska síldin heimsækji hafsvæðið fyrir vestan. Vonandi ganga menn af virðingu fram í að nýta hana án þess að ganga á auðlindina og endurtaki nú ekki sömu mistökin og voru gerð á gullaldartímabili síldveiðanna hér við land.

Það er alltaf viss hætta á að fólk fari offari í kjölfar hnýpni yfir missi. Nú mega Íslendingar ekki missa sig í einhverju æðinu - það er bara alveg rosalega mikilvægt. Þetta eru jákvæðar fréttir og vonandi stanzar stofninn við í svolítinn tíma svo við getum notið ávaxta hans.

Ég er að fara í Stykkishólm á morgunn og ætla að dvelja þar í viku ásamt fögrum hópi landfræðinema og ferðamálafræðinema sem eru að gera fyrstu alvöru rannsóknarverkefnin. Ég vona að þau hagi sér vel, leggi sig fram, læri, sýni félagslegan þroska og samstöðu í verki, og verði sér  og Háskóla Íslands til sóma.

 Þá get ég gengið niður á bryggju og spáð og spekúlerað með sjómönnunum - það verður gaman.

 


mbl.is Á síld innan við Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nú íslensk sumargotssíld en ekki sú norsk-íslenska. Allur síldarkvóti þessa fiskveiðiárs er enn óveiddur þannig að langt er í land enn með að ganga á stofninn. Svo hittirðu líklega enga síldarsjómenn á bryggju í Stykkishólmi. Bátarnir sem eru að veiða þarna fara með aflann austur og líklegt að þú sjáir bara bátanna en enga síldarsjómenn. Mikil síld veiddist í fyrra inn á Grundarfirði og á við Stykkishólm í nóvember og desember í fyrra. Góða ferð í Hólminn

Haraldur Bjarnason, 12.10.2008 kl. 18:53

2 identicon

ee (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Anna.

Það er engin hætta á því að þeir LÍÚ menn gangi hægt um gleðinar dyr á meðan Samherji hf, er enn á lífi. Nánast allur síldarkvótinn er í höndum Samherja hf, og tengdra félaga.

Níels A. Ársælsson., 12.10.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kærar þakkir Haraldur fyrir upplýsingarnar - Já, Níels það er svolitið sorglegt til þess að vita að það sé einokun á þessum markaði. Síldarverksmiðjur sem búið er að loka hefðu hugsanlega getað verið starfandi í dag og skilað tekjum inn í fleiri sjávarbyggðir en nú er.

Anna Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband