...Og ennþá berast samúðarskeyti frá vinum erlendis.

Ég fékk skeyti frá góðri vinkonu og samstarfskonu - Maritu Rasmussen - hún er framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins í Færeyjum. Hún hefur þetta að segja:

Hey Anna

> Hvordan går det? Jeg tænker på dig (og de andre på Island) i disse dager.

> Hvordan går det med dig og guttene? Du må sige fra om det er noget jeg kan

> gøre for deg - ok? Vi på Færøerne er meget bekymrede og redde for våre

> venner - MEN vi ved at islendinger har en stor vilje og ukuelighed.

>

> Jeg er i Brussel på møder. I dag havde vi møde med den islandske ambasadør

> i

> EU, som forklarede os om situationen.

>

> Ha det bra

> klem fra

>

> Marita

 

Það vermir mitt hjarta að eiga fólk að erlendis sem hugsar hlýlega til okkar þjóðarinnar. Færeyingar frændur okkar lentu í efnahagslegum hremmingum og þrengingum í byrjun tíunda áratugarins, svo þar eigum við góða félaga.

Við skulum bara vona að það gerist ekki hér sem gerðist þar, að þeir sem minnstu þanþolin höfðu fylltu upp skjalatöskur af seðlum og flúðu land. Það var ekki góð samstaða. Reynum að koma í veg fyrir það.

 

 


mbl.is Einhver erfiðasta vika í seinni tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband