Alltaf gott að benda á ytri óvin þegar óreiða er heima fyrir!

Ég ræddi þetta mál við kollega mína bandaríska, breska, Kanadíska, danska og norska í dag að Brown og Darling ætluðu að setja hryðjuverkalög til höfuðs Íslendingum. Það göptu allir og fannst að slíkt væri ekki til hróðurs fyrir Brown og hans stjórn sem nú leitar allra ráða til að afvegaleiða eigin þjóð og beina athygli frá eigin vandræðagangi í alþjóðlegri fjármálakreppu. Bretinn í hópnum sagðist skammast sín og var fegin að búa í Kanada nú um stundir. Ég er annars búin að vera að fá atvinnutilboð en ekki veit ég hvort að það er á þeim forsendum að nú verði erfitt að búa á Fróni´eða hvort það er af því að fólki finnist ég fýsileg til vinnu. Ég er að hugsa um að halda mig við ástkæra Frón - nú ríður á að sýna að við getum staðið saman í gegnum þykkt og þunnt og við höfum til margs að vinna.Ég vil taka þátt í því, ég er hvort eð er vön að vera staurblönk.

Það sem er svo lágkúrulegt í þessum hótunum Brown og félaga er auðvitað að þeir halda að þeir komist upp með að firra sig ábyrgð á eigin gjörðum við að benda á ytri óvin. En nú um stundir ber enginn heilvita maður virðingu fyrir slíku, því það er allt undir...og dómínó áhrifin eru bara meiri en svo að litla Ísland, þrátt fyrir oflæti örfárra auðkýfinga, spili afgerandi rullu í þeim hremmingum.


mbl.is Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband