23.9.2008 | 22:37
The evolution of the human mind!
Mahmoud Ahmadinejad er sérkennilegur forseti en hann hefur staðið í hárinu á Bandaríkjamönnum og svosem vakið athygli fyrir það. Þó er ég ekki sannfærð um að ameríska heimsveldið sé hrunið en geri ráð fyrir að verið sé að vísa til efnahagslegra hrakfara megin boðbera nýfrjálshyggjunnar í heiminum. Með ríkisaðgerðum Bandaríkjamanna til að sporna við spákaupmennsku og afleiðingum hennar sjá nú margir ofsjónum yfir að það verði einhvers konar kerfisskipti. Ég er ekki svo viss um það þó. En ætli þessi gagnslausa ofuráhersla á hættuna af kjarnorkuvæðingu Írana fölni ekki aðeins í öllu fjármálafárinu þar vestra nú um stundir. Enda náttúrulega hlægilegt þar eð bæði Indland, og Kína, Kórea jafnvel Pakistan og fleiri þjóðir í austurlöndum hafa þegar kjarnorkuvæðst.
Ef ég ætti að láta mig dreyma sé ég fremur fyrir mér að öfgarnar í einhverjum allsherjar trúarkerfum um tilhögun efnahagslegrar skipunar hverfi. Kommúnisminn féll, nýfrjálshyggjan og ofurtrúin á markaðsöflin víkur fyrir skynsamari áherslum.....En þá þarf ég að fara að biðja um stökkbreytingar á mannshuganum. Ætli maður geti óskað sér þess?
Heimsveldið er að hrynja" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki nema nokkur ár síðan gjöreyðing heimsins varð þegar minnstu munaði að Pakistan og Indland lentu í "Kjarnorkustríð" en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Báðir aðilar eru með hamarinn spenntan og puttann á gikknum, ekki lýst mér á það. Því segi ég nei takk, ekki fleiri þjóðir með kjarnorkuvopn, við eigum að útrýma þessu viðbjóðslegu vopnum og þá sérstaklega stóru heimsveldin.
nota bene, persónulega mér þykir þessi Íransforseti algjör þöngulhaus....
Garðar Valur Hallfreðsson, 24.9.2008 kl. 08:44
Eins og ég hef skilið það í gegnum þennan konflikt að þá eru það Ísraels menn sem eru (kannski ekki að ástæðulausu) svona óttaslegnir gagnvart þessum möguleika. Stóri bróðir er að passa litla bróðir.
Katala (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:44
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af Íran að kjarnorkuvæðast af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi því þeir gætu látið hryðjuverkahópa hafa vopnin (sem er raunhæft að ætlast til af Íran, ólíkt Írak), og því að þá geta þeir ekki mögulega ráðist inn í landið aftur. Íran hefur afskaplega góða ástæðu fyrir því að hata Bandaríkin (Operation Ajax, 1953, Bandaríkin og Bretland steyptu lýðræðislega kosnum forsætisráðherra og settu í stað hans morðóðan alráð), og Bandaríkin vita upp á sig sökina.
En heimsveldið fellur ekki alveg strax. Það mun kippar til í dauðatygjunum í einhverja áratugi í viðbót allavega.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.