19.9.2008 | 22:35
Að halda í sérstöðu sína
Það er greinilegt að vindar þjóðernisofsa geisa yfir Rússlandi þessa dagana. Upptakturinn hefur svosem verið í gangi um nokkurt skeið. Ég fékk pósta frá fundum Norrænu ráðherranefndarinnar fyrr í vikunni þar sem að Norðurlandaþjóðirnar hver á sinn hátt lýstu áhyggjum sínum yfir oflæti Rússa sem eru að rísa uppúr öskustónni eftir "The Shock Doctrine" eins og Naomi Klein hefði orðað það. Eitt er víst að bæði Valentínusardagurin og hrekkjarvakan eru Norður Amerískar afurðir sem hafa farið sigurgöngu á öldum markaðsvæðingarinnar. Ég hef samt ekkert á móti hátíðisdögum sem þeim. Bergljót Skúladóttir, vís kona sem ég kynntist í Kaupmannahöfn, sagði mér einu sinni að maður ætti í guðs bænum að halda upp á allt sem að klóm og kjafti kæmi, þannig yrði lífið eftirminnilegra. Ætli maður myndi muna eftir slíku ef maður verður svo gæfusamur að enda líf sitt minnislaus á elliheimili. OK - þetta var ekki réttlátt.
Ég hef reyndar tekið upp siði hrekkjarvöku að því marki síðastliðinn tíu ár að ég hef keypt grasker og gert úr góða súpu úr innmatnum til að gera úr andlit úr skurninni. Mér finnst það flott og skemmti mér með krökkunum að skera úr. Ok - viðurkenni að það er lágkúruleg ameríkanisering - en skemmtilegt engu að síður.
Hvað varðar Valentínusardag þá hef ég einu sinni gefið mínum fyrrverandi ástkæra gjöf í tilefni þess dags. Hann fór frá mér um leið og hann hafði tilefni til. Þannig að mér er nú ekkert sérstaklega hlýtt til þeirrar hátíðar eins hjátrúarfull og ég er.
Mér finnst allt í lagi að Rússar haldi í sína sérstöðu. Þeir eiga marga flotta hátíðisdaga sem gleðja borgarana og hefð er orðin fyrir. Það er auðvitað pínulítið hjákátlegt að þeir séu svona óöruggir yfir Ameríkuvæðingunni í eigin landi að þeir þurfi að gefa út svona sterk orð um það sem ekki er upprunalega þeirra.
By the way. Fannst einmitt grein Hannesar Hólmsteins í fréttablaðinu í dag nokkuð góð um tvíhyggjuna í því að á sama tíma og samkennd er oft talin vera límið í samfélögum getur hún orðið of mikið eða fasísk. Það er auðvitað umhugsunarefni í þessu samhengi.
Held samt í það að allir ættu að finna fyrir þindinni í sjálfum sér og halda upp á það sem þeir eða þær trúa á, óháð gildum samfélags hverju sinni. Þegar öllu er á botninn hvolft, er líklegt að einhverjir afdanka gamlir karlar hafi ályktað um að eitthvað væri æskilegt og óæskilegt sem valdastólpar samfélagsins - en það þarf auðvitað ekki að gilda um hug borgarana sem ég vænti að séu allskonar með ýmiskonar þrár og þarfir.
Hrekkjavaka skaðleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Klukk
Guðrún Vala Elísdóttir, 21.9.2008 kl. 16:32
Bíddu - hvað var það nú aftur sem það þýddi? Á maður þá að hlaupa til og klukka einhvern annan?
Anna Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.