Í framhaldi af frétt um vindmylluvæðingu New York borgar spyr ég sjálfa mig í örugglega þúsundasta skiptið af hverju Íslendingar eru svona afturhaldssamir þegar kemur að nýtingu vindorku til að afla rafmagns. Allar forsendur ættu að vera til staðar, og röksemdir um að vindmyllur þoli ekki íslenska vinda eru algjörlega úr lausu lofti gripnar, markaðar af heimóttahætti sem ekki á sér neinar vísindalega og skipulega athugaðar forsendur.
Fjölþætting orkuöflunar ætti að vera eitt meginmarkmið ábyrgra stjórnvalda, en mér heyrist á öllu að hér séu menn fastir í viðjum hugarfarsins og hagsmunahópa þekktra leiða til orkuöflunar. Ólíkt borgarstjóra eplisins sem freistar þess að fara nýjar leiðir vitandi að það er löng leið framundan..en þrátt fyrir allt hefur einhverja nýja framtíðarsýn.
Burtséð frá öllum vindmyllum sem ekki endilega þurfa að vera í anda Don Kíkóta...þá var ég stödd í ævintýralegri ferð um hálendið, nánar tiltekið að fjallabaki um helgina. Þar var svo vindasamt að flestir héldu að tjöldin myndu hreinlega fjúka ofan af þeim fyrri nóttina (aðfaranótt sunnudags). Það fór sem betur fer ekki svo. En eftir hetjulega ferð úr skófluklifi yfir að upptökum Hólmsár, og yfir í Strútslaug og tilbaka kom í ljós að tvö tjöld höfðu fokið..að hluta. Uppistöður eins tjaldsins voru brostnar, stangirnar höfðu klofnað og brotnað í vindhviðunum, og mitt tjald lá með botninn á hliðinni og himinninn á öðrum stað.
Við vorum því nokkur úr hópnum sem að þurftum að gista í Strútsskála næstu nótt sem raunar var mun rólegri en sú fyrri. Helstu fjallagarpar landsins stóðu á öndinni þegar þeir heyrðu að Ósk og Margrét hefðu leitt hóp barna og foreldra þeirra alla þessa leið í aftaka veðri (á meðan að þau höfðu hýrt í skála og ekki hreyft sig spönn frá rassi). Haha. Við vorum jálkar, og baðið var gott í Strútslaug og allir komu lifandi og hressir til baka. Ríkari af upplifunum - líka upplifunum af veðri sem maður sjaldnast lendir í án þess að vera skýlt af nærliggjandi mannvirkjum eða eldsneytisknúnum samgöngutækjum.
Vill vindmyllur í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú bara einfaldlega þannig að rafmagn sem fæst útúr vindmyllum er um helmingi dýrara heldur en rafmagn úr vatnsafl-eða gufuaflsvirkjunum.
Það er ástæðan fyrir því að það eru ekki vindmyllur á Íslandi.
Rúnar Ingi Guðjónsson, 21.8.2008 kl. 06:38
Takk Rúnar fyrir athugasemdina.
Ég spyr: ..Og á hvaða forsendum byggist sú verðlagning. Gerir hún ráð fyrir fórnarkostnaði af missi náttúruverðmæta annarskonar við virkjanakostinn? Byggist hún á útsöluprís landsvirkjunar til álvera? Er búið að reikna inn í þann kostnað eignayfirtöku jarða vegna virkjanaframkvæmda? Er reiknaður kostnaður hins opinbera og skattborgara við stórfelldar framkvæmdir tengdum virkjununum? Hefur kostnaðurinn á mismunandi tegundum rafmagnsöflunar verið borinn saman á grundvelli CVM aðferðafræði - þ.e könnunum meðal borgara á greiðsluvilja fyrir verndun náttúru eða einhverskonar öðru verðmætamati á vistgerðum?
Anna Karlsdóttir, 21.8.2008 kl. 14:09
já þetta er skemmtileg pæling, hef einmitt velt þessu svolítið fyrir mér en það er bara ekki rætt um þennan valkost hérlendis. Annað sem er aldrei rætt er orkusparnaður eða öllu heldur orkusóun, það væri eflaust hægt að nýta þessa auðlind betur og fara varlegar með.
Guðrún Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.