16.8.2008 | 00:48
Gaman að ganga
Eftir hrakfarir mínar á norðausturlandi þar sem ég lagðist í flensu og almennt volæði er ég nú að verða stálslegin og ætla að ganga að fjallabaki með syni mínum og kempunum Ósk Vilhjálmsdóttur og Margréti H. Blöndal. Það verða góðir dagar trúi ég.
Ég mæti tímanlega til að geta meldað mig í göngu Guðlaugar um kúmenslóðir eyjunnar. Hún hefur staðið sig frábærlega sem verkefnastjóri Viðeyjar í sumar með allar uppákomur, þó ég hafi farið þær færri en ég óskaði.
Mikilvægast er að lifa lífinu lifandi og eitt af því er að ganga og uppgötva. Mæli með því.
Kúmenganga í Viðey 19. ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
bið hjartanlega innilega að heilsa henni möggu minni sem mér þykir svo innilega vænt um !!!!
Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 18:15
Mig langar með!!!!
Guðrún Vala Elísdóttir, 18.8.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.