31.7.2008 | 00:12
Frekar Þorgrímur en Goggi mega!
Mér er farið að líða eins og mömmunni í bókinni 101 Reykjavík, nema ég er ekki lesbísk. Sonur minn fékk fartölvu og hefur setið nánar stanslaust síðan við spilið World of warcrafts. Hann hefur ekki sinnt vinnu undanfarna daga og er algjörlega "hooked", talar online við æskuvini sína í Kaupmannahöfn....klukkan þrjú um nótt, í miðju spili. Ég er algjörlega að fara úr límingunum.
Sumum finnst Þorgrímur væminn, mér finnst hann sætur maður með einlægan vilja og hann hefur fallegt og einlægt bros, það er allt sem ég þekki til mannsins. Ég er mest hrædd um að sonur minn verði gjörsamlega glataður maki til framtíðar, haldi hann svona einarður áfram þessari tölvuleikjaiðju. Það eina sem fékk hann til að gera hlé á þessari iðju sinni, var að fara að sjá Batman myndina í bíó. Sér er nú hver veruleikaflóttinn.
Það er yndislegt að eiga góðan maka. Það er eitt.
Það væri mjög gaman að eiga unglingsson sem að lifir nokkuð heilbrigðum lifnaðarháttum. Leikur tölvuleiki í hófi og hefur eðlileg samskipti við sína líka. Ég sem kvartaði sáran undan því fyrir hálfu ári að drengurinn væri svona ákaflega félagslyndur, hef nú séð að það er skárra en skjálíferni hans.
Samstarfskona mín sagði mér fyrr í dag að jafnaldrar hennar, strákar á þrítugsaldri hefðu margir misst kærustur, eigur, vinnu, flosnað úr námi og annað verra vegna fíknar sinnar á tölvuleikjum. Ég er dugleg að mála skrattann á vegginn- veit það, en er samt áhyggjufull.
En vona svona að hann Jónas Hrafn minn muni frekar líkjast Þorgrími en Gogga mega. OOOHHHH!
Karlmenn læra um konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að hugga mig Þrymur! Ég er alveg við að örvænta!
Anna Karlsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.