21.7.2008 | 20:54
Ekki amalegt að fara til Krk!
Svo segir í frétt mbl.is að sænsk hjón, sem ætluðu á ráðstefnu á Íslandi og ætluðu að fljúga til Reykjavíkur á Íslandi (lesist Keflavíkur) höfðu óvart bókað flug til Rijeka í Króatíu, og þangað fóru þau.
Krk er einmitt ein af þeim dásemdar eyjum sem Króatía á í Adríahafinu. ég hef áður farið á Hvar og Losinj og mæli með eyjaferð á svæðið. Krk er ein af óskaeyjunum þar eð hún er stærsta eyjan í þúsund eyja beltinu undan ströndum landsins. Rijeka er iðnvæddasta borgin en hún er líka merkileg fyrir þær sakir að árið 1750 eyddist þar nær öll byggð fyrir tilstuðlan mikilla jarðskjálfta.
Mér finnst Króatía algjört ævintýraland og gæti dvalið þar mun meira en ég hef gert.
Ég hitti annars merkismann hér um daginn frá Ástralíu að nafni Ross K. Dowling sem að vinnur við ferðamálafræði eins og ég, nema bara hinum megin á hnettinum. Hann er mikill talsmaður þess að jarðfræðileg fyrirbæri verði betur teng inn í ferðamál sem aðdráttarafl.
Geotourism kallar hann það á enskunni. Við ætlum að vinna eitthvað saman í framhaldinu. Ég hef einmitt svolítinn áhuga á að tengja Króatíu (þar eru mjög færir kollegar í landfræði sem að vinna við að skoða þróun sjávartengdrar ferðamennsku og bæjarhátíða þar í landi).
Það þarf víst varla að fjölyrða um að Ísland hefur heilmikið samkeppnis-forskot þegar kemur að jarðfræðilegum fyrirbærum sem aðdráttaröflum. En það hefur Ástralía og Nýja Sjáland reyndar líka og jafnvel Króatía og raunar mun fleiri lönd.
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, og segja má að hjónin umtöluðu í fréttinni hafa allavega fengið verklega lexíu í landafræði og bæjarnöfnum þó ekki væri annað, og umtalsvert betra veður en hefðu þau farið til Reykjavíkur
Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Gaman að vita það. Hvernig var nú aftur á, á finnskunni - búin að gleyma því - mannst þú það?
Anna Karlsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.