Er svo einhver hissa á útbreiðslu antisemitisma?

Fyrir um tíu árum las ég grein í New York Times, einskonar krufningu Woody Allen á vaxandi antisemitisma meðal almennings í Ameríku. Síðan eru liðin tíu ár og heimsveldið Ísrael er orðið tíu árum eldra, eða 60. Þrátt fyrir að vera komið vel yfir unglingsár er þetta skrýtna innskotssvæði ekki að verða friðsamara eða borgararnir andlega eða samborgaralega þroskaðri, frekar hitt.

Allen, sem sjálfur er gyðingur og einn af þessum frægu bandarísku spíssborgurum af gyðingabakgrunni, var raunar ekki hissa á að sífellt fleiri hefðu andúð á meðbræðrum hans vegna framgöngu og þröngsýni og afturhaldssemi sem hann taldi vera að aukast meðal þeirra. Rabbiat eða róttækum gyðingum óx einmitt fiskur um hrygg í Ameríku um það leyti. Framvindan í sambýli Ísraea og Palestínumanna hefur heldur ekki sérstaklega kynnt undir velvilja til Ísraela, hvað þá að MÚRINN hafi rennt undir stoðir þær að maður hugsi vel til þeirra, svona almennt.

Leiðinlegt er að heyra um þennan viðburð sem Gunnar Pétursson upplifði, ekki beisið fyrir ungan mann í mótun. Hvernig ætli að hann móti skoðanir sínar í kjölfarið?

Ég þekki fólk og á vini sem eru gyðingar (enginn þeirra býr reyndar í Ísrael) og yndislegt fólk og víðsýnt. Ég hef lítið kynnst þessum snargeggjuðu sem betur fer. Enda eru þeir líklega einangraðir við stjórnvöld og her fremur en meðborgara. 


mbl.is „Ég ætti helst að skjóta ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Some of my best friends are Jews!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Some of my best friends are Criminals!

Auðun Gíslason, 16.7.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er bara, eins og hjúkrunarfræðingurinn reyndar bendir á, að þetta á ekkert að koma upplýstu fólki neitt á óvart.  Eins og hann orðaði það er slíkt framferði af hálfu Ísraels "daglegt brauð"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Vilhjálmur og Auðun. Mér er eiginlega nákvæmlega sama af hvaða sauðahúsi vinir mínir eru ef þeir eru góðir vinir, sanngjarnir, skemmtilegir og einlægir...þá hafið þið það drengir - þeir mega vera dæmdir ódæðismenn eða bahái eða hvað sem er, bara ef mér líkar við þá.

Ómar. Upplifun borgara af tortryggni, hatri og sprengjum í Ísrael/Palestínu hlýtur að lita sýn þeirra á lífið og samborgara. Það er sorglegt og ekki vildi ég lifa á þessu svæði þó mér væri gefin milljón. Sumir segja þó að rót átakanna snúist þó um vatn fremur en margt annað. Ég sat tíu tíma í flugvél með ísraelum sem höfðu verið að ferðast um Suður  Ameríku í vor. Þetta unga fólk var allt annars konar en við heyrum um í átakafréttum héðan. Einu sinni sat ég við hliðina á tveimur eldri konum á Heathrow flugvelli sem voru skelfdar að fara upp í vél heim til sín til Jerúsalem. Ég held að ef líf manns er vökvað í hræðslu verði maður hræddur og tortrygginn, jafnvel hatrammur einstaklingur. Sama hvort maður er búddisti, trúlaus, mótmælendatrúar, gyðingur, hvítasunnukona eða hvað annað. 

Anna Karlsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Vilhjálmur!  Það er mér fjarri að taka nokkurn í gíslingu - enda held ég að ég yrði mjög léleg í gíslatökum..mig vantar einfaldlega eitthvað element í slíka framgöngu.

Anna Karlsdóttir, 17.7.2008 kl. 01:05

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er nefnilega það að hluti af Ísraelum lifa í kristaliseruðum hugsanaförmum, og einn lítill hluti af því er að þeir telja sig yfir aðrar þjóðir hafin "Guðs útvalda þjóð " það er að mínu mati algjört bull ! Engin þjóð er Guðs útvalda þjóð. Þegar svona stór hluti fólks gengur um í þeirri trú og ekki bara þeir halda því fram, heldur líka stór hluti af "Kristnum" eru sammála þessu. Það er bara að bjóða hættunni heim. Við erum nefnilega ÖLL guðs börn.

hver maður getur séð, vona ég að það að loka heila þjóð í fangelsi árum saman er bara að bjóða hættunni heim. það er gert við Palestínubúa. þeir eru í fangelsi í sínu eigin landi við mikla fátækt, og næsti bær við er Tel Aviv sem hátækniborg, nútímaborg, þvílíkar andstæður. margir að innbúunum þar sem eru gyðingar sjá óréttlætið,  og vonast eftir beitingum og vilja gjarnan opna landamærin og gefa jerusalem til palestínubúna, ennnnn svo eru hinir sem vilja halda fast í Jerúsalem sem er heilög fyrir öll þrjú trúarbrögðin. þetta er flókið, en það verður að opna fyrir Palestínubúum, ef það verður ekki gert verður illskan meiri og meiri þarna inni í því örvæntingarleysi sem er, og illir kraftar hafa áhrif  í því vonleysi sem er. eina leiðin að mínu mati til að fá frið er að opna fyrir því illa og hjálpa því í Ljósið. 

það sem er að gerast í Ísrael og Palestínu er harmsaga. Ísrael hefur í gegnum hundruði ára verið harmsaga og þar spila inn bæði kristnir, gyðingar og muhammendtrúar.

gyðingar ættu að gifta sig þvers og krus með fólki sem ekki eru gyðingar og eyða þannig þessari þjóðarrembu sem er samgróin hluta þjóðarinnar öld eftir öld  !

kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 08:23

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er sannarlega sammála þér Steina!

Var að horfa á frábæra bíómynd í kvefpestinni í gær (sniffsniff) sem heitir Bill Parker - í einu atriðinu stendur aðalpersónan Bill með vinkonu sinni sem er mormóni og er að tala um góða vini og viðskiptavini sem hún heldur vini, en hann segir henni að þeir séu gamlir ástvinir.  Konan sýnir fyrirlitningu með mimik/andlitssvip og látbragði. Þá segir Bill: Já en við erum öll gerð af guði.

....og svo ætla ég ekki að segja meira um gyðinga og Ísrael í bili - nema eitt!

ÞAÐ ÞARF AÐ RíFA NIÐUR MÚRINN! 

Anna Karlsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Steina, "Guðs útvalda þjóð" er kristinn tilbúningur. Am Nivchar heitir það á hebresku og enginn gyðingur leggur þá merkingu í orðið sem þú gerir hér.

"gyðingar ættu að gifta sig þvers og krus með fólki sem ekki eru gyðingar og eyða þannig þessari þjóðarrembu sem er samgróin hluta þjóðarinnar öld eftir öld  !"

Það er akkúrat það sem flestir gyðingar hafa gert eða neyðst til að gera gegnum langa sögu sína. Samkvæmt algengustu ákvæðum gyðingdóms er maður gyðingur ef móðir mannsins er það. T.d. var þekkt kvikmyndagerðarkona í Danmörku eitt sinn gift Íslendingi og átti með þeim börn. Börnin hennar eru samkvæmt algengasta skilningi á gyðingdómi alveg eins góðir gyðingar og þeir sem eru börn tveggja gyðinga.

Ef þú sérð alla þá innflytjendur sem koma til Ísrael og halda fram gyðinglegum uppruna (Þótt hann sé kannski ekki neinn) og vilja Ísraelsríkis til að taka á móti þeim, værir þú ekki að tala um þjóðarrembu gyðinga. Þú veist greinilega lítið sem ekkert um það sem þú skrifa.

Þjóðremba er aðeins til hjá þjóðum sem eiga land. Eins og t.d. hjá Íslendingum (sem er Guðs útvalda þjóð). Ef einhver þjóð var ekki með þjóðarrembu gegnum aldirnar, voru það gyðingar. Gyðingar lifðu í voninni um að snúa aftur til þess lands sem þeir voru hraktir frá, annars voru þeir löglegir og góðir þegnar í þeim löndum sem leyfðu þeim að vera. Þegar þeir sneru aftur til lands síns, er enn verið að reyna að útrýma þeim. Það kalla ég ekki að vera "Guðs útvalda þjóð".

Anna, múrinn verður ekki rifinn fyrr en hatursmenn gyðinga í Miðausturlöndum og annars staðar, t.a.m. á Íslandi, láta af hatri sínum, árásum og morðum. Hann hefur dregið mjög úr óþarfa árásum. Hann verður ekki rifinn meðan samtök, trúarbrögð og heilu þjóðirnar hafa fyrir yfirlýsta stefnu að útrýma gyðingum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.7.2008 kl. 18:13

9 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ja hérna Vilhjálmur! Ég bara vill ekki stimpla mig inn í einhverja orðræðu um að það sé verið að útrýma gyðingum í samtímanum.  Kannast bara ekki við það. Veit að ástæðan fyrir því að margir gyðingar frá fyrrum Sovét núverandi Rússlandi fóru til Ísrael var vegna þess að farið var illa með þá þar, en að í samtímanum ætti að vera útrýmingarherferð gegn gyðingum er ekki rétt.

Bara svona til gamans í lokin. Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum í New York er einmitt alveg frábær Kosher staður á Lower East Side. Og svona alveg í lokin. Gyðingar hvaða ríki sem þeir búa í er oftlega fólk sem auðgar menningarlíf og mannlíf á svo margan hátt. En það breytir því ekki að grunnhugmyndin með múrnum í Ísrael er ekki mannvinaleg. 

Anna Karlsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:34

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þrætur við Vilhjálm Örn um gyðingahatur er tilgangslaus iðja. Maðurinn er eins og svo margir fastur í þeirri trú að gyðingar séu spes. Ef menn eru ekki á sömu línu og hann og dirfist að gagnrýna framferði Ísraela þá stimplar hann þá gyðingahatara. Fljót og góð afgreiðsla hjá Villa.

Mahatma Gandhi, sem átti marga kæra vini meðal gyðinga, skrifaði árið 1938 um hugmyndir um stofnun Ísraelsríkis:

„The cry for the national home for the Jews does not make much appeal to me. The sanction for it is sought in the Bible and the tenacity with which the Jews

have hankered after return to Palestine. Why should they not, like other peoples of the earth, make that country their home where they are born and where they earn their livelihood? Palestine belongs to the Arabs in the same sense that England belongs to the English or France to the French. It is wrong and inhuman to impose the Jews on the Arabs. What is going on in Palestine today cannot be justified by any moral code of conduct. The mandates have no sanction but that of the last war. Surely it would be a crime against humanity to reduce the proud Arabs so that Palestine can be restored to the Jews partly or wholly as their

national home. The nobler course would be to insist on a just treatment of the Jews wherever they are born and bred. The Jews born in France are French in precisely the same sense that Christians born in France are French.“

Hér bendir Gandhi á hversu vitlaus hugmyndin um stofnun Ísraels var á sínum tíma. Og ekki hefur málið batnað á þeim 60 árum sem liðin eru frá þessum

miklu mistökum Sameinuðu þjóðanna. Hví skyldu Palestínumenn þurfa að líða fyrir gyðingaofsóknir Evrópumanna?

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.7.2008 kl. 17:47

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálmtýr vinurinn, fyrir mánuði eða svo varstu af ímynduðum gyðingaættum og taldir þig þess vegna vera útvalinn til að stjórna hatursvæli gegn Ísrael. Nú er Ghandi greinilega orðinn gúrú þinn og Candy, sem er auðvitað snjallara fyrir mann sem er hreinn aríi aftur á steinöld. 

Já alveg rétt Hjálmtýr, hvers vegna ættu Palestínumenn að líða fyrir gyðingahatur þitt? Ertu ekki Evrópumaður? Gyðingar eru líka alveg spes hjá þér. Þeir eru eina þjóðin í heimi sem ekki má eiga sitt land. Það er slys í þínum huga.  

Vandamál Gandhis með að viðurkenna tilvistarrétt gyðinga er ekki mitt vandamál. Var hann ekki Aríi eins og þú? Hann skrifaðist á við foringjann mikla í Þýskalandi, þaðan sem ættir þínar má rekja. Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/414988/

Það hefði verið best ef þið Evrópumenn, nasistarnir, kommarnir og Íslendingar líka (því þeir eru alltaf með hlutverk á meðal þjóðanna), hefðuð gert út af við gyðinga. Þá væri ekki neinn að þræta við þig í dag.

Því miður Heiðdal, Ísraelsríki er staðreynd. Ekkert sem Gandhi getur gert við því. Það er reyndar nóg að gera í hans landi ef duga skal.

Er ekki annars nóg af vandamálum á Íslandi, svo þú þurfir ekki að vera vasast í Ísrael daginn út og daginn inn?

Það er einnig mótsögn í þessu hjá þér. Þú ert með tilvitnun í Gandhi um að gyðingar ættu að vera Evrópumenn og samtímis talar þú um gyðingarofsóknir Evrópumanna.

GYÐINGAR voru og eru miklu meiri EVRÓPUMENN en t.d. Þjóðverjar. Hvað kallar þú mann sem á ættir að rekja til Júdeu. Sumir forfeður hans fóru um Norður-Afríku til Spánar, þaðan til Hollands og svo til Íslands. Svo komu sumir aðra leið frá Póllandi og enn aðrir eftir mismunandi leiðum til Noregs og þaðan á skerið okkar.  Er það ekki andskoti mikil EVRÓPA í þeim manni .... mér?

Gyðingar völdu ekki útlegð sína og land þeirra gleymdist aldrei meðan það var stolið og hersetið af mismunandi þjóðarbrotum. Landið er nú aftur til og verður örugglega í langan tíma ef fólk með 1000 ára ríki, Kalíföt og Sovét og aðrar ósómahugsýnir láta Ísrael, land, þjóð og trú í friði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2008 kl. 20:28

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er eins og ég skrifaði; tilgangslaust að eiga orðastað við Vilhjálm Örn um málefni gyðinga og gyðingahatrið sem hann uppgötvar í hverju horni. Ég er greinilega mikill gyðingahatari þótt ég geti ekki fundið það sjálfur. Ég held nefnilega að hatur sé fremur sterk tilfinning og finn ekki að ég hati einn eða neinn - hvað þá heilan trúflokk sem telur um 15 milljónir manna. En Villi er sérfræðingurinn og er reiðubúinn að fínkemba hverja sál í leit sinni að alvöru gyðingahöturum. Venjulegu fólki er þó löngu orðið ljóst að allt „gyðingahatrið“ í meðförum Síonista er aðeins bragð til að verja vondan málstað. Ef Villa væri í mun að vinna gegn gyðingahatri þá ætti hann að hemja yfirlýsingagleði sína um ímyndaða útbreiðslu þess. Raunverulegt gyðingahatur er grimmilegt fyrirbrigði líkt og aðrir fordómar sem beinast gegn hópum sökum trúar þeirra, kynþáttar eða uppruna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.7.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband