16.7.2008 | 00:16
Danskir bankar byrja að riða til falls
Vinur minn hringdi í mig í morgun með skelfilegar fréttir. Roskilde bank, bankinn hans búin að gefast upp og hann með innfrosnar eignir í fjármálastofnuninni. Hann sagði marga borgara bæjarins ganga um framlága, mikið af eldra fólki búið að missa fleiri miljónir í ævintýri bankans. Einhverju hafði honum tekist að ná út þó en allur lífeyrissparnaður hans væri þar og hann væri hræddur um að missa hann. Við göntuðums með að spádómar hans um að íslensku bankarnir yrðu fyrstir hefði víst ekki gengið eftir. Hann taldi fleiri danska banka muna fylgja í kjölfarið og aðallega þá minni sem hefðu tekið mikla áhættu í húsnæðis og byggingaútlánum. Amager bank hafði til dæmis lánað mikið í uppbyggingu Islands brygge en þar stæðu nú gapandi tóm sem enginn eða fáir vildu fjárfesta í.
Þar eð ég held að ríki eins og Danmörk séu ekki á vonarvöl þrátt fyrir fjármálakreppu sem blæs þar eins og annars staðar tel ég að hann þurfi nú ekki að óttast að missa lífeyrissparnaðinn sinn. Statens garantifond mun örugglega hlaupa undir bagga. Engu að síður er viðburður sem þessi alvarleg áminning fyrir borgara um að treysta ekki um of innlánum sínum hjá bönkunum ef að hrina bankagjaldþrota blasir nú við.
Information hafði þetta um málið að segja.
Berlinske telur að aggressivir smábankar fylgi í kjölfarið
Danir hafa löngum spáð íslendingum óförum í fjármálum í tengslum við fjármálakreppuna sem nú geisar, en sá hlær best sem síðast hlær.
Fáar fjármálastofnanir hvort sem þær eru í Danaríki, Íslandi, Bandaríkjunum eða annars staðar, eru óhultar um þessar mundir - það sýnir dæmi Roskile bank best fram á.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.