14.7.2008 | 10:47
Öfund og gott fólk
Góð vinkona vinkonu minnar, alveg yndisleg kona hér í bæ var að segja mér frá góðri ferð til Hawaii í vor og ýmsu öðru. Við vorum að spjalla lífið og tilveruna eins og gengur. Hún fór þá að tala um öfund og taldi sig heppna að vera laus við öfund. Ég hafði einhvern veginn aldrei hugleitt þetta sjálf, en komst að því eftir nokkra umhugsun að ég væri mögulega líka laus við þennan kvilla sem spillir fyrir svo mörgu, bæði í samskiptum fólks og kemur að ýmsum ranghugmyndum um lífið og sjálfið.
Það er nefnilega ekki neitt gefið í henni versu!
Í samtali við aðrar vinkonur fórum við að fílósófera um að í okkar samfélagi væri mikil hallelújun á vondu fólki og þess vegna væru margir sem að væru uppfullir af hugmyndum um hættur í hornum og launráð illgjarnra og að yfirhöfuð væri voðalega hættulegt að vera þar sem maður væri eða færi.
Við komumst að þeirri niðurstöðu að heimurinn er fullur af góðu fólki en því er sjaldan gert skil t.d í fjölmiðlum sem seljast betur á fréttum af óförum, illvirkjum og öðru slíku.
....og svo er gott að fá sér sítrónuvatn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.