11.7.2008 | 14:37
Dönskum fjölmiðlum þykja flóðin ekki fréttnæm
Flóð á götum Kaupmannahafnar er ekki nýtt nýmæli þegar að kemur úrhellisskúr. Gamalt niðurfallskerfi sem er löngu orðið úr sér gengið er aðal ástæðan, ekki vegna þess að það sé neitt sérstakt úrhelli. Borg með mörg hundruð ára gamalt klóak kerfi á köflum getur ekki tekist á við aukaálag sem þetta.
Danskir fjölmiðlar (DR, Information og Politiken) upplýsa að Jakob Ejersbo er nýlátinn en hann er höfundur m.a bókarinnar Nordkraft sem síðar var kvikmynduð. Það er missir af honum úr flóru danskra rithöfunda.
Tour de France er auðvitað aðal fréttauppsprettan í augnablikinu (ég er alltaf að fylgjast með því, nær eina íþróttin sem ég nenni að horfa á í sjónvarpi).
...og svo í fyndnu deildinni. Stórverslunin Bilka sem selur allt frá a-ö seldi sófa um daginn og þegar að eigandinn (kona) kom heim með fenginn fannst eiturslanga í honum. Þetta er svona eitt af spaugilegri áhrifum hnattvæðingar viðskipta (launflutningar dýra með vörum).
Flóð í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
ég hef ekki heyrt þetta um slönguna, en þeta er bara pínu fyndið, hefur sennilega ekki verið það fyrir konuna.
hafðu fallega helgi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 11:32
Nei Þrymur minn, ég tek bara alltaf hæfilega lítið mark á þeim miðli - hann endurómar rödd hins danska konformista og er á köflum afturhaldspési - en þó áreiðanlegra en ekstra bladet. Takk fyrir Steina mín. Gaman að fá svona uppörvandi orð.
Anna Karlsdóttir, 13.7.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.