4.7.2008 | 20:45
Könnun á stöðu og framtíð landbúnaðar og þróunar byggðar til sveita
Við verkefnahópurinn í litrófi landbúnaðarins héldum fund með bændum í Hvalfirði í byrjun vikunnar. Það var gagnlegur fundur og við fengum heilmiklar athugasemdir við spurningalistanum sem að hjálpuðu okkur við þróun hans. Arnheiður frá Bjarteyjarsandi hjálpaði okkur við þetta, hún er algjört gull.
Skýrslan um viðtöl við bændur árið 2007 kom út í vikunni. Í byrjun næstu viku sendum við síðan spurningakönnun á úrtak 850 býla á Íslandi og vonum auðvitað að við fáum góða svörun við listunum, þó að á hábjargræðistímanum sé.
Við höfum trú á íslenskum bændum!
Við erum spennt að fá viðbrögð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Humm nú talarðu í gátum! Var einhver ullarlagðin í spurningalistum? Ég skal senda á netfang þitt eintak, ekkert mál.
Anna Karlsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.