4.7.2008 | 13:39
Það þarf að innleiða búsetuskyldu í reglugerð!
Það er greinilegt að eigandi hússins við Njarðargötu er enginn miskunnsamur samverji. Þegar liðin eru 17 ár eins og í þessu tilfelli og önnur 12 frá því að lögregluyfirvöld kvarta yfir stöðu mála spyr maður sig hvurs lags uppburðarleysi stjórnvöld á hvaða stjórnsýslustigum sem er, lifa og sætta sig við.
Ég hef nú ekki verið talsmaður búsetuskyldu til að koma í veg fyrir brask og eignahaldssamþjöppun á húsnæði en mér finnst að miðbærinn og einstaka hús eins og þetta er dæmi um líði verulega fyrir spekulasjónir gráðugra verktaka eða annara sem ekki hafa hagsmuni samfélagsins í hávegum.
Víða erlendis, ekki síst á norðurlöndunum er búsetuskylda innleidd til að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Mér finnst að það eigi að eiga við hjarta Reykjavíkur, gamla kjarnann svo við höfum af einhverju að vera stolt af til framtíðar.
![]() |
Draugahúsið við Njarðargötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.