3.7.2008 | 14:12
Aðkallandi að merkja umferðamiðstöðina og gera hana sýnilegri !
Ég hjóla gjarnan framhjá flugvellinum á leið í og úr vinnu og hef undanfarnar vikur tekið að mér aukastarf, reyndar alveg af tilviljun, sem leiðsögumaður villuráfandi ferðamanna sem að finna ekki BSÍ.
Samgönguskipulag og upplýsingar um leiðir og stefnur miðast nær eingöngu við akandi bensínfarartæki hér í bæ og lítið gangandi fólk, en í mörgum tilfellum og jafnvel flestum tilfellum eru erlendir ferðalangar hér á landi fótgangangandi eða með rútum (ef þeir finna þær) þó einhverjir leigi sér bíl.
Ég hef hitt Asíufólk, Ítali, Skota, Hollendinga og allra þjóða kvikindi sem að finna ekki "umferðarmiðstöðina" Það þyrfti að vera málað á allar hliðar þessarar byggingar að hún væri Central coach station. Fólkið er alltaf jafn þakklátt fyrir liðsinni mína en alltaf jafnt frustrerað yfir vega- og samgöngumiðstöðvaskipulagi borgarinnar. Var ekki einhver sem sagði einhvern tímann að glöggt væri gests augað?
Mikil bót varð er flugrúturnar og þeirra stoppistöð varð BSÍ þannig að hægt væri að tengja áætlunarrútuferðir aðrar við þær, síðan tók við hörmungatímabil þar sem að útboð (og einhver fáranleg hugmyndafræði um að stokka þyrfti upp allar einingar í rútusamgöngum) urðu til þess að kynnisferðir frömdu valdarán á BSÍ og önnur rútufélög voru gerð útlæg af stöðinni. Ekki var það bót fyrir viðskiptavinina, svo mikið var víst.
Talsverðar umbætur voru síðan gerðar fyrir um ári aftur (ef ég man rétt) og þá ætti allt að vera komið í betri farveg. Nema - BSÍ er ósýnileg gangandi ferðamönnum!
Þessi afdankaða bygging er eitthvað voðalega skrýtin í borgarlandslaginu eftir að N1 byggði flennistóra eldsneytisáfyllingastöð þarna og til varð Reykvísk hraðbraut.
Gott væri einnig fyrir ferðasöluaðila íslenska að huga að því að erlendir ferðamenn, eins og íslenskir vilja í meira mæli en áður ferðast sjálfstætt - sem auðvitað ætti að knýja hagsmunaaðila jafnt í samgöngum sem öðrum innviðum ferðaþjónustunnar að aðlaga sig breyttum aðstæðum.
Samgönguráðherra fer yfir tillögur Ríkisendurskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.