16.6.2008 | 17:28
Villuráfandi bjössi er matgæðingur
Já þeir hafa góðan smekk fyrir mat blessaðir birnirnir. Hann er auðvitað ekki meðvitaður um að æðafuglinn er friðaður á Íslandi og því mun landanum finnast björninn eiga þátt í búsifjum í viðhaldi stofnsins hér við land (röksemd fyrir að hrekja bjössa burt og jafnvel fá að hitta hann með kúlu). Björninn veit örugglega ekki betur því æðafuglinn þykir hið mesta lostæti og er skotinn á færi á Grænlandi heimalandi bjössa. Leiðinlegt að hann skyldi ekki hafa kynnt sér náttúruverndarlöggjöfina íslensku áður en hann ruddist hér inn.
Ísbjörn í æðarvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skjótum bjössa!
Sigurjón, 17.6.2008 kl. 04:07
Æðafugl er reyndar líka góður ef hann er ekki of gamall og seigur undir tönn. Ég hef ekki borðað íslenskan æðafugl, bara grænlenskan...svo ég verði nú ekki sótt til saka.
Anna Karlsdóttir, 17.6.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.