16.6.2008 | 00:42
Minning frá Inari
Mundi allt í einu frá samtali sem ég átti í Saunu í Inari við unga belgíska stúlku sem var þar í starfsþjálfun. Hún sagðist hafa verið á nippinu að fara til Íslands fyrir tveimur árum að mótmæla Kárahnjúkavirkjun með vinum sínum en hefði hætt við á síðustu stundu vegna þess að það var dýrt og orðrómur var uppi um að lögreglan íslenska væri illþyrmileg við mótmælendur. Við ræddum eilítið saman ég og unga stúlkan. Hún var af þeirri kynslóð sem Íslendingar kalla krútt og hafði mikla trú á mátt mannfólksins til að láta hin smáu verk tala fremur en stórframkvæmdir í fordisma stíl. Það er alltaf gaman að tala við sér yngra fóllk og heyra sjónarmið þeirra um lífið og framtíðarsýn þeirra á lífið þó maður þurfi ekki að vera fullkomlega sammála því í öllu. Enda er það svo að maður veit að sumt þarf fólk sjálft að upplifa og ekki er ég manneskja til að messa yfir fólki um að það sé ekki allt nýtt undir sólinni. Læt hér fylgja mynd úr samísku tjaldi frá Inari þar sem ég er á spjalli við samstarfskonu mina frá Kanada, landfræðinginn Heather Nichols.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.