þar lágu danir í því!

Þar eð ég er nýkomin úr útlegð hef ég mest lesið fréttaumfjöllun skandínavískra blaða, danskra og norskra undanfarið. Danir túlka Íra sem eigingjarna (skvt.Berlinske) þar eð þeir hafa síðan þeir gengu inn í sambandið hagnast talsvert og móttekið fjárframlög fram að 2005  úr sjóðum sambandsins. Eftir 2005 er landið meðal tekjuhæstu landa sambandsins á mannsbarn ES-ríkis og Írar sjá nú fram á að þurfa að borga meira til útvíkkunar sambandsins og þeirra miklu félagslegu umbóta  sem útvíkkun sambandsins til austurs hefur í för með sér. Því nenna þeir greinilega takmarkað, miðað við fréttatúlkanir dana. Danir eru einstaklega fúlir yfir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar eð þeir höfðu reiknað út (eða öllu heldur Anders Fogh) að ef niðurstaðan yrði sáttmálanum í hag væri á þeim grundvelli hægt að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu í haust í Danaveldi (danir hafa alltaf verið óþæg þjóð innan Evrópusambandsins). Nú lítur út fyrir að það kæmi illa út með því fordæmi sem Írar hafa sett.

Norðmenn fagna í laumi, þeir hafa gaman af því að farir sambandsins séu ósléttar, þó þeir segi það ekki berum orðum.

Nú er spurningin, fyrst að ekki tókst að fá afgerandi úrslit, munu þá ekki forsvarsmenn sambandsins reyna nýjar leiðir til að koma sáttmálanum í gegn, eins og Evrópuráðið og embættismenn þeirra eru frægir fyrir. Hvað ætli næsti sáttmáli muni heita og hvernig ætli honum verði komið í gegn? Í millitíðinni geta Lúxemborgski forsætisráðherran, Tony Blair og jafnvel Anders Fogn velt fyrir sér hvort það sé þess virði og á hvaða forsendum þeir munu berjast fyrir forsetaembætti sambandsins. 


mbl.is 53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband