2.6.2008 | 22:50
Ætli sé hægt að vera jarðskjálftaónæmur?
Ég er virkilega fúl yfir að hafa ekki fundið fyrir skjálftanum nú í kvöld. Sumir eru bara mjög næmir á þetta, eins og t.d Salvör.
Það verður þó að fylgja sögunni að ég var að elda og tjúttaði við undirleik basshunter, svo það getur vel verið að það hafi haft einhver áhrif á að ég skynjaði nákvæmlega núll.
Ég er nær alltaf erlendis þegar að jarðskjálftar ríða yfir og ef ekki finna allir aðrir en ég fyrir kipp. Svo ég hlýt að vera ónæm á jarðskjálfta. Einu sinni sat ég sem unglingur í stofu með foreldrum mínum sem kipptust upp af stólunum en ég skynjaði nákvæmlega ekki neitt. Þau héldu staðfastlega fram að jarðskjálfti hefði orsakað þetta, sem reyndist rétt samkvæmt fréttum. Ég hins vegar skynjaði nada.
Ég veit að það er víst ekkert grín þegar svona kippir ríða yfir og hlutir færast til, en ég verð að viðurkenna samt að ég væri alveg til í að prófa að finna kipp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.