1.6.2008 | 12:34
Sól sól skín á mig á Marbjerg mark og Selsö marken
Hér er búið að vera yndislegt að vera og dvelja síðustu tvo mánuði. Ég hef átt innihaldsríka tíma hér og mun sakna alls þess góða fólks sem ég þekki og hef umgengist hér. Tölvuskjárinn hefur togað en raunar líka sólin og það er búið að vera góð tilbreyting að geta borðað hádegismatinn undir berum himni án þess að sitja í flíspeysu.
Danmörk er yndisleg á þessum tíma. Tími blómsturs magnoliutrésins (sem er mitt uppáhald) er liðinn, repjan er einnig búin að hafa háblómatímabil og eplablómin eru orðin að ávaxtavísum.
Þegar ég lít yfir akrana hér sé ég að Danmark er yndig. Nú líða rauðir valmúar um túnin, vanga við grasið.
Ég svona seinþroska, átta mig fyrst nú á hvað Danmörk á mikil tök í mér, ég verð alltaf hálfbauni.
Það var hér sem ég mótaðist og þroskaðist og varð að fullorðnum einstaklingi. Hér sem ég fékk fyrstu höggin og upplifði margar af yndislegustu stundunum, t.d að eiga börnin.
Nú mun ég svífa í faðm þeirra er heim kemur undir nótt. Ég er með svo mörg fiðrildi í maganum og hlakka svo til.
Laila vinkona sótti mig í gær og við sátum í garðveislu í Skuldelev og borðuðum, drukkum og spjölluðum í gærkvöldi með öðru fjölskyldufólki.
Á föstudaginn sátum við Sören svo meðal rónanna í latinerhaven í Hróarskeldu og ræddum saman um lífið og tilveruna og sleiktum ís.
Ég hitti enn fleiri gamla fyrrum skólafélaga á kirkjutorginu við mikinn fögnuð.
Danir hafa mikla yfirburði yfir Íslendinga í mannlegum samskiptum. Íslendingar eru alltaf að flýta sér, halda að þeir virki betur þannig út á við.
Ég á eftir að sakna þess héðan.
Best að fara að pakka og þrífa og ganga frá.
Sólríkasti mánuður í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.