Hleranir og tengsl milli manna.

Björn Bjarnason er fúll yfir að fréttirnar skuli hafa ættfært hann í tengslum við umræðuna um hleranir á tímum kalda stríðsins. Hann er fúll yfir að ekki hafi verið reynt að tengja Helga Hjörvar, Álfheiði Ingadóttur og jafnvel Steingrím J. við þolendur hleranana. Við Björn erum víst skyld, ég man nú ekki alveg hvernig en það er eitthvað tengt ættmennum mínum af norðausturlandi (ég er frekar léleg í ættfræði). Við Helgi erum æskuvinir og ég hef alltaf átt hann að. Hann er góður vinur. Við Steingrímur J. eigum ættboga af sama landshorni. Álfheiður og ég erum víst ekkert skyldar en hún er flott kona, því verður ekki neitað.

Stundum verða stjórnmálaumræður á Íslandi andapollur sem að er nær óþolandi að þurfa að hlusta á kvakið frá.  

Ég hef einungis einu sinni verið hleruð, eftir því sem ég best veit. Það var þegar ég bjó í kommúnu í Kaupmannahöfn sem lögreglan hafði beint áhuga sínum að vegna tengsla fyrrum íbúa við uppreisnargjarna hústaka og skemmdarverk við Ryesgade og höfuðstöðvar Shell í borginni.

Ég er nú ekkert bitur manneskja þess vegna. Held kannski að lögreglunni hafi þótt svolítið leiðinlegt að hlusta á þetta hrognamál mitt, íslenskuna, þegar ég talaði við foreldra mína um það bil vikulega.

Kalda stríðið og viðbragðsáætlanir yfirvalda hversu heimskulegar sem þær voru eru saga.

Ég held nú hreinlega að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að því að öryggismál í dag eru mun óöruggari en þá hvað varðar vopnakapphlaup þjóðanna í dag, í stað þess að ergja sig yfir því sem þá var. Með allri virðingu fyrir Kjartani og ergelsi hans, þá eru nú bara upprunnir nýjir tímar og menn hafa vonandi lært af reynslunni (þó fólk geri það nú gjarna ekki).  Tortryggni manna í milli tengdra sem ótengdra er auðvitað aldrei til góðs, en er nú bara ekki kominn tími til að leggja stríðsvopnin og fókusera á það sem blasir við okkur í dag.

Mun fleiri þjóðir búa í dag yfir kjarnorkuvopnum í dag en þá. Björn, Kjartan, Helgi, Álfheiður og Steingrímur er saklausir Íslendingar sem að virðast búa í fortíðinni hvað þetta varðar.

Í dag er erfitt að greina skilin milli vinstri og hægri - félagshyggju- og frjálslyndra, kommúnista og kapitalista. Átakalínurnar eru flóknari.

Ég persónulega tel mig hafa séð ljótasta andlit kapitalismans í Nikkel í Rússlandi (það er fordyri helvítis að mínu mati) en það var auðvitað stóriðja sem komið var af stað í tíð ríkisfasismans þar í landi (sem menn rugla oft við hugtakið kommúnisma).  Þar er lifialdur karlmanna undir 50 árum og eignahald er á valdi miljónamæringa sem að búa annars staðar og er að er virðist miðað við áhugaleysi þeirra á að tryggja velferð starfsmanna sinna, lítt hugað um velferð eða velmegun þeirra sem þeir arðræna í starfsemi sinni. 

Þrátt fyrir ljótar hleranir í þá daga höfum við á Fróni aldrei búið við slíkar aðstæður nema ef vera skyldi undir nýlendustjórn dana fyrir margt löngu. 

Elsku þingmenn - getið þið nú ekki farið að gera eitthvað þarfara en að þrefa yfir svona fortíðardraugum (það er ekki beinlínis eins og að verið sé að uppræta eitthvað apartheid í landi ættartengsla og vinatengsla).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er fædd á því viðburðaríka ári 1968 og er því blómabarn eða allavega afkvæmi blómabarna.

Anna Karlsdóttir, 31.5.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Jú það passar.

Anna Karlsdóttir, 1.6.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband