14.5.2008 | 07:31
Sjaldan er ein báran stök
Ég fór inn á heimasíður WMO (alþjóða veðurfræðisamtakanna) til að athuga hvar fellibyljaaðvaranirnar eru. Það kom í ljós að fleiri storm- og fellibyljaaðvaranir eru á svæðinu.
Veðurfræðisamtökin eru á vegum sameinuðu þjóðanna og halda úti upplýsingum á netinu um veðuraðvaranir af ýmsu tagi, og meðal annars sérstaklega um hitabeltis-fellibylji.
Þar eru rauntímaupplýsingar (frá flestum svæðum heims).
Síðan heitir Severe weather
Ég vona svo sannarlega að íbúar Myanmar (fyrrum Búrma) þurfi ekki að upplifa enn einar hamfarirnar nóg er nú um, en því miður er sjaldan ein báran stök í þeim efnum.
Annar fellibylur ógnar Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.