26.4.2008 | 17:45
Costa del Steypa
Ég hef aldrei orðið vör við að danskar vinkonur mínar létu aftra sér að vera berar að ofan í sólbaði við strendurnar. Ég er hinsvegar svo brjóstastór frá náttúrunnar hendi að ég mér hefur aldrei almennilega liðið vel að vera berbrjósta á ströndinni.
Að vera berbrjósta í sundlaugum, sem í Danmörku eru flestar innandyra og hundkaldar, get ég ekki alveg séð að sé frábær mótívation til að sýna fram á "JAFNRÉTTI" með því að bera sig. Það mun ekki hafa áhrif á mig svosem en ég sé berlega fyrir mér að tútturnar mæta sem leggja mikið í að sýna sig og sjá aðra.
Danir og kynlífsfrelsið er annars kapítuli útaf fyrir sig. Við Íslendingar erum hreinlega algerar teprur við hliðina á þeim.
Ég hélt ég væri orðin ein af þessum ósýnilegu miðaldra konum sem lufsast bara svona áfram einhvern veginn, en lenti í því í gærkvöldi að ungir karlmenn uppúr tvítugu hópuðust í kringum mig og sýndu frekar aktívan áhuga á einhverju öðru en bara kurteisislegu spjalli. Ég verð að viðurkenna að þetta var nú bara svolítið hressandi fyrir egóið. En innri rödd skynseminnar hrifsaði í mig um leið, ég fór að hugsa um bíómyndina Mr.Robinson og bíómyndina hans Erly vinar frá Brasilíu um brasilískar hefðir af þessu taginu. Mér varð bara ekkert um sel, ætla nú ekki að fara að bendla mér við pædófílu. Í augum dananna (Sören var sárhneykslaður á mér) var ég afskaplega tepruleg við aumingjans strákana.
Konur mega bera brjóstin í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Já vín-ANDINN lætur ekki ad sér hæda!
Anna Karlsdóttir, 27.4.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.