29.3.2008 | 00:47
Hef enga samúð með bensín-gleypum!
Ég var ein þolenda við Kringlumýrarbraut sem missti af tíma við tannlækni vegna asnalegra aðgerða atvinnubílstjóra. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessar aðgerðir frekjulegar og hef litla samúð með köllum sem svína um og keyra á vegum úti eins og riddarar götunnar öðrum bílstjórum til ama. Margir vörubílstjórar eru því miður yfirgangssamir í umferðinni. En ég er viss um að þeim fannst æði gaman að liggja á flautunni og finna þyt 15 minutes of fame þyrlast um sig.
Mér fannst ámátlegt af bílstjorum að stoppa umferðina á þennan hátt. Þeir ættu að einbeita sér á víðsýnni hátt og leita athygli á annan hátt. Ég er raunar ekki í vafa um að margir atvinnubílstjórar eru ágætis fólk sem vinnur hörðum höndum vinnuna sína samviskusamlega og lýtalaust, og vafalaust hafa þeir eitthvað til síns máls þegar kemur að því að þeir eru píndir áfram í langkeyrslur án hvíldar. Eldsneytisverð er hinsvegar alheims-vandamál í dag og lítil von til þess að einhverjar parkeringar á gatnamótum breyti því.
Bílstjórar mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lítt vorkenni ég þér.Þér er líkast til sama þó þú borgir yfir 150 kall fyrir bensínlíterinn.
Runólfur Jónatan Hauksson, 29.3.2008 kl. 01:06
mer finnst þetta glæsilegt hja þessum atvinnubílstjórum.gera þetta oftar þangað til þessi ríkistjórn fari að gera eitthvað í þessum málum.þetta er bara til háborinnar skammar þetta olíuverð.og mer nákvæmlega sama þó að fólk þurfi að bíða þessum röðum.
grafa (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:10
Það er ekki alheims-vandamál að íslenska ríkið fær stærstan hluta olíu og benzínverðs
Ég styð aðgerðir atvinnubílstjóranna heilshugar.
Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:28
Ég hef nú ekki tekið neitt sérstaklega eftir því að atvinnubílstjórar svíni um göturnar, hmmm, þvert á móti finnst mér þeir heldur vera þeir sem eru tillitssamir við aðra bílstjóra. Auðvitað bitna þessar aðgerðir á röngum aðila, en eitthvað verður að gera til að fá einhverja athygli á þessu máli. Ég er ekki sátt við að borga 160 krónur fyrir díselolíulítrann, ég veit ekki með þig?
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:54
Bensín hefur ekki hækkað í Noregi í tvö ár og alltaf tilboð á föstudögum.
Þórður Runólfsson, 29.3.2008 kl. 03:22
Mikið er ég hneyksluð að heyra í þér !! Er ekki kominn tími til að einhverjir standi upp og berjist fyrir okkur ? Staðinn fyrir að sitja bara úti horni og kvarta en gera ekkert í því ? Hvernig þætti þér að þurfa að borga meirihluta launa þinna tilbaka til ríkisins ? Margir af þessum bílstjórum þurfa að borga með sér í kjölfar hækkandi olíuverðs !! Er það réttlátt ? Hvernig færi landslýður af án Vöru - flutninga og sendibílstjóra ? Hefðurðu spáð í hverju þeir sinna ? Flutnigabílar koma td. öllum nauðsynjavörum til landbyggðarinnar því ekki eru flutningar milli landshluta á sjó lengur til þeir voru lagðir af fyrir ca 15 árum !! Malarflutningabílarnir keyra í og úr húsagrunnum td. og sjá um malbikunarframkvæmdir, sendibílarnir koma vörunum í verslanir og heim til okkar þegar við kaupum okkur eitthvað þungt og stórt til heimilisins, svo mætti lengi telja. Ekki getum við látið þessar stéttir líða undir lok ? Hvað verður þá um allar framkvæmdirnar ætlum við að keyra mölinni á hjólbörum ? Hugsa hugsa hugsa áður en maður fer að bölsótast út í eitthvað sem maður hefur ekki hundsvit á !!
Ég segi bara áfram bílstjórar ég styð ykkur 100% og það ættu allir að gera því nú er NÓG komið !!!!!!
Skvettan (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:43
Kærar þakkir fyrir athugasemdirnar öll sem eitt - en ég er samt á því að þessum aðgerðum ..og by the way...það var sonur minn sem missti af tannlækninum.
Anna Karlsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:46
ég er samt á því að aðgerðirnar hafi verið rangar. En viðurkenni fúslega að 160 kr á lítrann fyrir eldsneyti er svínslegt verð. Vörubílstjórar eru gagnleg atvinnustétt og vinna margt þarft verkið, svo það sé á hreinu. Finnst leitt að heyra að vinnuveitendur láti bílstjórana borga með sér, það ætti engin stétt að una við.
Anna Karlsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:54
Mér finnst þessi mótmæli gjörsamlega út í hött, fyrir mér er þetta eins og krakki væla í foreldrum sínum yfir því að sólin sé farin og farið sé að rigna, í stað þess að fara bara í regngalla, setja hausinn undir sig og drífa sig út.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn misseri og á bara eftir að hækka í framtíðinni m.a. vegna vaxandi olíunotkun Kínverja og þerrandi olíulinda heimsins.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að krónan hefur veikst feiknar mikið undanfarið og það á að sjálfsögðu mjög stóran þátt í hækkun olíuverðs á Íslandi. Viðskiptahalli Íslands hefur verið allt of mikill undanfarið, við höfum flutt miklu meira inn heldur en út (við höfum eitt mera en við öflum!). Þetta höfum við geta gert vegna þess að hingað hefur streymt erlent lánsfé í stórum stíl og því hefur krónan haldist allt of sterk hingað til. Nú hefur krónan fallið og komið að skuldardögum!!
Við þurfum að fara draga úr innflutningi og auka útflutning og ef stjórnvöld fara að lækka álögur á INNFLUTU eldsneyti mun það klárlega ekki draga úr innflutningi!
Ég hef nú einhverja samúð með atvinnubílstjórum, þar sem þetta er nú þeirra lifibrauð, en þeir verða bara að hækka verðið á sinni þjónustu og við þurfum bara öll að taka þann kostnað á okkur, það er nú einu sinni komið að skuldardögum.
Ég er algjörlega á móti því að fara lækka álögur á eldsneyti sérstaklega til atvinnubílstjóra. Þungir vörubílar slíta götum og vegum landsins amk hundrað sinnum meira á hvern ekin km en meðal fólksbíll, á meðan eyða þeir ekki nema 5 til 10 sinnum meira eldsneyti. Því eru þeir ekki í raun að borga allan sinn þátt samkostnað þjóðarinnar við halda uppi vegakerfi landsins. Enn og aftur bendi ég mönnum á að hækka þjónustugjöld sín ef bílstjórum finnst þeir ekki fá viðunandi laun fyrir sína vinnu. Borga atvinnubílstjórar VSK-inn því eldsneyti sem þeir nota? Er vegagjald eldsneytis ekki ákveðið margar krónur á lítir, óháð eldsneytisverði?
En frístundabílstjórar (4x4) á síþyrstum risajeppum...!! Að þeir skuli voga sér að væla yfir háu eldsneytisverði og kvarta undan því að ríkissjóður skuli vera að skila afgangi. Við eigum í raun að vera þakklát fyrir það, sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum. Nú þegar farið er að harðna í árinni er mjög gott að ríkissjóður hafi eitthvað upp að hlaupa og sé ekki á kafi í skuldum. Það er svo margt þarfara sem má nota þessa peninga í en afsláttur til manna í bílaleik upp á fjöllum. Eins og t.d. sífjársvelt heilbrigðiskerfi, auknar lífeyrisgreiðslur til aldraðra og uppbygging og viðhald vegakerfis. Ég vill amk frekar sjá þessa peninga fara í veik börn á sjúkrahúsum landsins.
Það að stífla aðalumferðaræðar borgarinnar er gjörsamlega óafsakanlegt. Ef barn kemst ekki á sjúkrahús í tæka tíð vegna þess að sjúkrabíllinn var fastur, ætla þá forsvarsmenn þessara mótmæla bæta foreldrum þess missinn?
Mótmælin ættu frekar að snúast að olíufélögum þessa lands, þau hafa verið að maka krókinn undanfarin ár!!
Gummi Þór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.