Þetta er athyglisvert. Eftir að menn hafa í þjóðrembu barið sér á brjóst að íslendingar eigi svo og svo mikið í útlöndum, hahaha, þá eru þetta skilaboðin til almennings í landinu.
Arðsemin af fjárfestingum og starfsemi erlendis byggðar á lántökum m.a úr íslenskum bönkum flæðir ekki inn í íslenskt samfélag alias íslenskt skattkerfi.
Mörgum finnst ekki ákjósanlegt að alþjóðasamsteypur taki hér yfir atvinnulíf og fyrirtækjarekstur. Það er byggt á þeim rökum að mun meiri hætta sé á hagrænum leka þar sem slíkar aðstæður eru fyrir hendi.
...en mér er spurn - hversu verra er það þegar að íslendingar sjálfir flýja með fjármagn sitt annað og staðhæfingarnar um að velmegun þeirra sé samfélaginu til góða almennt eiga ekki við rök að styðjast.
![]() |
Segir útrásina hafa lítil áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.