Brjóst á uppboði!

Fiðrildavika Unifem hefur vakið athygli í fjölmiðlum og á nú að fara að bjóða upp heimaprjónuð brjóst (hversu fáránlega sem það hljómar). Ég fór að velta fyrir mér notagildi þessara brjósta og tel þau ekki mikil á þessum síðari tímum nema ef vera skyldi fyrir konur með börn á brjósti sem ekki mega við gegnumtrekk. En það hlýtur að vera bölvað vesen að festa þessar dúllur á þannig að þær haldist.

Ég mæli frekar með hönnun Bíbíar vinkonu minnar í Barcelona á konubrjóstum, en þær eru notaðar sem brjóstsykurskálar. En svo eru líka brjóst búin til úr brjóstsykri og hægt að gæða sér á þeim.

 En ég fagna vissulega þessu átaki Unifem sem ég tel löngu tímabært! Til hamingju með það stelpur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Heimaprjónuð brjóst er ekki verri hugmynd en hvað annað, og reyndar finnst mér þessi töff. Þau gætu verið hekluð... samt finnst mér hönnunin ekki í takt við þau kvenmannsbrjóst sem ég kannast við, þetta minnir meira á blýantsspíds....

Guðrún Vala Elísdóttir, 4.3.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála því.

Anna Karlsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:33

3 identicon

Sælar

Þetta eru hekluð brjóst sem voru unnin af dásamlegum konum á sýningunni Gyðjan í vélinni í varðskipinu Óðni í sumar. Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur setti þessa sýningu upp og hún var ógleymanleg.

"Saumuð voruhjartasár, keppir fylltir, málshættir bróderaðir. Hugurinn baðaður í hlaupi, hunangi, royal-búðingi og majónesi. Uppákomur í bland við innsetningar, tónlist og dans. Áhorfendur voru leiddir um vistarverur skipsins, ganga og geymslur, káetur og klósett. Hvernig er konan þegar búið er að skræla hana og skoða og hún síðan sett inn í heim sem hún hefur aldrei átt þátt í að skapa? Í lokin voru áhorfendur staddir í vélarrúminu, hjarta skipsins, þar sem takturinn var hreinn og klár og hvert slag sendi frá sér boð um það sem á eftir kom - hið óvænta er væntanlegt"  - Staðfærð auglýsing frá Vatnadansmeyjafélaginu.

Þannig að þessi brjóst eru mjög merkileg og bera með sér sögu þeirra kvenna sem hekluðu þau. Nú er bara að nota fiðrildaáhrifin og láta þessar sögur berast víða um leið og við leggjum góðu málefni lið.  -Allir í UNIFEM gönguna í kvöld

Ása Björk 

Ása Björk (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

HEYR HEYR

Anna Karlsdóttir, 5.3.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband