Aðgengilegt viðskiptasvæði

Gaman að sjá að nú á að gera skurk í að tengja eyjaríkin í Karabíska hafinu við Ísland, viðskiptalega, og þróunarsamvinnulega með Barbados sem útgangspunkt. Við eigum margt sameiginlegt með þessu fólki en það er líka annað sem er verulega frábrugðið. Barbados er vænlegur útgangspunktur bæði tungumálalega en líka sögulega þar eð eyjan er gömul bresk nýlenda og viðskiptamenning því ekki ólík þeirri sem við þekkjum þó með afrískum afbrigðum sé.

 Ég held að þar liggji bæði heilmikil tækifæri fyrir Íslendinga og "Bajans" (þeir eru kallaðir það á Barbados) ásamt fleiri Karíbahafs-svæðum.

Það er alveg öruggt að hægt er að virkja sólarorku, sjávarorku og fleira á eyjunum, þó ég geri mér ekki grein fyrir hvort Íslendingar hafi neina sérþekkingu á því sviði. 

Ég er mjög spennt fyrir því að við leggjum lóð á vogarskálarnar til að uppræta heimilisofbeldi og skapa börnum einstæðra mæðra meiri möguleika en nú er, stuðlum að auði í krafti kvenna meira en arfleifð nýlenduveldis breta þarna á eyjunni stuðlar að nú. Fjölskyldustrúkturinn þarna er víða sérstakur.

Þar býr og starfar íslensk kona sem ég held að eigi framtíðina fyrir sér. Hún heitir Hildur Fjóla og er að vinna við Unifem. Hún var með mjög fínan fyrirlestur rétt eftir áramót um ástand mála á þessum slóðum.

 Það er aldeilis hægt að gera margt. Ég hlakka til dæmis til að fá almennilegan hrásykur þegar þeim viðskiptatengslum er komið á, og múskathnetur (ég er að verða búin með birgðarnar frá því ég var þar í sumar)...., elstu rommtegund Karabíska svæðisins , mangó og fleira. Ég er þó ekki viss um að við föllum fyrir "breadfruit".Wink

Svo er líka verulega áhugaverður flötur á menningarsamskiptum af ýmsum toga. Mæli t.d með verkum Ras Ilix Heartman frá St.Andrews.  Hann er með heimasíðuna www.diaspora-now.com

eða dreifþjóð nú! 


mbl.is Utanríkisráðherra til Barbados í lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ekki eins hættulegur og Tekíla! En ansi svalandi og þarafleiðandi kannski svolítið hættulegur í hitanum

Anna Karlsdóttir, 27.2.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband