21.2.2008 | 10:09
Frétt Euroinvestor um Krakk kaupþings
Danskur vinur minn sem kaupir hlutabréf endrum og sinnum sendi mér upprunalegu fréttina sem hefur valdið fjaðrafoki meðal yfirmanna Kaupþings. Ég ætla ekki sjálf að taka afstöðu til hennar. Mér finnst fjölmiðlar hér hafa fjallað um fréttina en ekki um raunverulegt innihald. Veit bara að Kaupþing hefur verið áhættusækin fjármálastofnun, en veit líka að þungamiðja viðskipta þeirra er ekki á Íslandi lengur (heldur erlendis).
Hér er hin upprunalega frétt sem olli fjaðrafoki.
Hún gengur út á að smá banki á Fjóni (sem ég held að sé uppspuni hins magnaða ráðgjafa sem vitnað er í) þar sem spilling hefur farið fram sé mun skárri en Kaupþing banki. Svolítið sérkennileg framsetning og samanburður.
Sem viðskiptavinur bankans er manni auðvitað ekki alveg rótt í kjölfar svona spekúlasjóna. En svo, þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta kannski eins og boomerang - spákaupmennskan spekúlasjónirnar berast á milli og hver fjármálaspekúlantinn spáir hinum dauða - út frá konseptinu: Jú við höfum verið svolítið djarfir en sjáið Jóa hann hefur verið miklu djarfari og hvar er hann nú staddur.
Humm, maður veit ekki alveg hvað maður á að hugsa þegar svona er komið.
Væri ekki bara einfaldara og ódýrara að taka sandkassa-slaginn á einhverjum niðurlögðum róluvellinum?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.