Namminamm!

Ég hef undanfarin ár alltaf farið út að borða mér til mikillar ánægju undanfarin ár þegar FOOD and FUN hefur staðið yfir.

Fyrstu árin lagði ég áherslu á að smakka mat kvenkokka eða þeirra sem lögðu áherslu á staðbundin matvæli, helst lífræna framleiðslu eða eitthvað í þeim stíl.

Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Bærinn og veitingahús iða á meðan á þessum viðburði stendur.

Baldvin og Siggi Hall og allir aðrir sem hafa lagt hönd á plóg sem eru býsna margir eiga hrós skilið fyrir þennan viðburð sem glæðir Reykjavík lífi.

Nú bregður svo við að ég fer væntanlega ekki - enginn hefur gefið kost á sér að snæða með mér, og ég hef einfaldlega ekki pantað borð vegna eigin anna. ..........

OG ÞÓ

Ég fór í gær á skandinavískt hlaðborð og borðaði dýrindis gellur í norræna húsinu með samstarfsfólki. Namminamm, það var gott. Í norræna húsinu fer nefnilega fram matarhátíð í mörgum víddum sem heitir Mat och lust Festival - eða - Ný norræn matargerðarlist Festival 17-24.febrúar.

tn_CIMG0505

Þar er bæði hægt að njóta rétta gegnum munninn og eyrun! rosa skemmtilegt!

Ég fer þó tæpast á hina hefðbundnu food and fun þar eð ég var ekki búin að gera ráðstafanir, en er þó opin fyrir öllu ef einhver afpantar. Þá vitið þið það gott fólk.

Megi snæðingurinn verða góður.


mbl.is Búist við að 25 þúsund manns taki þátt í Food & Fun 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband