Sunnudagsblús!

Er að reyna að púsla saman vorinu í huganum og plana. OHHH, ég gæti stundum hent sjálfri mér út í hafsauga. Ég þjáist í augnablikinu af bæði valkvíða og ákvarðanatökufælni. Hundleiðinleg fyrirbæri sem fylgja mér stundum. Auðvitað ákveðin tegund lúxusvandamála, verður að viðurkennast en samt ákveðin sunnudagsblús.

Ég er að fara til Brasilíu til hliðstæðu Silicon Valley sem heitir Campinas, og er í Sao Paulo fylki. Hlakka til, en ber samt heilmikinn kvíðboga fyrir að fara að þvælast þetta ein í karlrembuland þar sem bæði líkamsárásir á kvenfólk og rán eru daglegt brauð. einhvern veginn þarf ég að koma mér frá Sao Paulo stórslysalaust 300 km inn í landið.

Ég mun auðvitað vera undir verndarvæng Leon á meðan ég er að vinna með honum en það er löng ferð þangað, og hann varaði mig við.

Sagði, þú veist að Brasilía er þannig land að það er betra að hafa karlmann sér við hlið, bara til að komast hjá áreitni og öðru veseni.  Ég man að á sínum tíma þegar að ég tók strætó eða lest í Mexico City var ég ávallt með uppspennta nælu til að stinga í holdið á hugsanlegum áreiturum. Þeir héldu sig sem betur fer fjarri, þegar ég og vinkonurnar sýndum nælurnar. Maður upplifði svo sem ýmislegt. Skrýtna karla að rúnka sér upp að manni og annað miður áhugavert.

Það er því ekki að ástæðulausu að yfirvöld í borginni hafa tekið upp sérlega kvenstrætóa til að vernda kvenfólkið þar í borg.

Ég á nokkra kosti í stöðunni. Auglýsa eftir ferðafélaga eða ráða mér lífvörð. Ætli ég verði ekki að spyrja Leon fleiri ráða. Hann heldur örugglega að ég sé algjör kveif. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband