24.1.2008 | 17:42
Athyglisverðast af fundi dagsins!
Ég fékk ekki vinnufrið í dag fyrir fréttum af borgarstjórnafundinum í dag. Ég verð að viðurkenna að hluta til var það af því að ég var forvitin og vissi af beinni útsendingu sem tilkynnt var í hádegisfréttatíma rásar 1.
Það sem mér fannst athyglisverðast af fundinum var að fjölmiðlafólk gat vart þverfótað fyrir hvert öðru. Det var et rigtigt spil i menageriet eins og danskir sirkustrúðar hefðu sagt.
Mótmælin komu mér ekki á óvart.
Held ég tjái mig ekki um meira að sinni - svo ég verði ekki líka leiksoppur sirkussins í borginni.
Ólafur tekur við lyklum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur sem sé ekki verið einn af "óeirðaseggjunum" á áheyrendapöllunum? sem n þurfti að reka út ...
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.1.2008 kl. 19:31
Nei Ingólfur, ég var lasin heimavið - hrædd eins og mús um að fá einhverja flensu þar eð ég er að fara út á fund um helgina og má ekki við því að leggjast í rúmið. Var sjálfhverf en samt ekki, var að reyna að komast yfir að lesa 2.bs.verkefni og eitt meistaraverkefni sem ég er að reyna að koma í útskrift í febrúar.
En ég hefði vissulega mætt, hefðu þær aðstæður ekki verið fyrir hendi, en ætli ég hefði samt ekki verið þögul og hlustað frekar en að hafa læti, það er meira minn stíll.
Sonur minn mætti hinsvegar á pallana, en lofaði mér að hann hefði ekki verið einn af þeim sem hefðu verið með dóna framíköll. Ég treysti því, mér finnst fínt að veifa og láta sjá sig, en verra að vera með dónaskap.
Anna Karlsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.