28.12.2007 | 14:07
Nánast allt staðir sem eru á hverfandi hveli!
Þetta er merkileg kosning fyrir nokkurra hluta sakir. Travelocity er Bandarísk samsteypa og höfðar mest til Norður Ameríkana sem eins og allir vita eru lítið ferðavanir utan landsteinanna (Kanadamenn frátaldir). IgoUgo er samstarfsaðili í sömu eigu, einn þeirra nýju ferðaskipuleggjenda og söluaðila á netinu sem að býður upp á "vistvænni" og sérhæfðari ferða-tilboð svipað og responsible travel gerir í Bretlandi. Eins og sjá má eru tengingarnar í ferðum ansi enskuslegnar...en allar svona kosningar endurspegla auðvitað gildi og heimsmynd kjósenda háð uppsetningu kosningar að sjálfsögðu (og hér er kjósendahópurinn amerískur).
Það sem vakti athygli mína var að staðirnir sem hlutu kosningu eru allt staðir sem eru í hættu eða hafa lág vistfræðileg þolmörk gegn ágangi ferðamanna eða vegna annara umhverfis-ógna. Þannig hefur Geysissvæðið í Haukadal verulega látið á sjá þó að því sé haldið nokkurn veginn, þannig eru kórallasvæðin við Jómfrúreyjar í hættu vegna breytinga á efnainnihaldi sjávar sem meðal annars má rekja til loftslagsbreytinga og breytts vistkerfis, losunar frá skipum og svo mætti lengi telja. Nú eins og hér eru rekaviðarstrendur í Alaska að verða gisnari vegna þess að Rússar í Chukotka passa betur upp á viðinn. Þannig að samkvæmt þessari kosningu er allt það sem er hnignandi eða á hverfandi hveli sérstaklega spennandi fyrir ferðamanninn. Hvaða boðskapur liggur í því ?
![]() |
Stórkostlegur Strokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.