Framtíð lýðræðis í Suðvestur Asíu?

Þetta er harmafregn. Nú er ég hrædd um framtíð lýðræðis í þessum heimshluta, og innilega sammála utanríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu að afleiðingar þó óljósar séu geta orðið talsvert víðtækar í álfunni. Fyrst Myanmar, svo þetta! Það er ekki beysið fyrir Indland eða önnur ríki þar um slóðir. Nú er hætt við að bylting geti orðið, og það blóðug. Þessi öfga karlaveldi Pakistan sigruðu í þetta sinn á ósvífinn hátt en það er ekki víst að sá sigur verði endilega neitt langvarandi eða sætur.
mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Benazir var mjög þekkt, eitt af fáum nöfnum sem maður mundi. Ekki hef ég nú á hreinu fyrir hvað hún stóð í pólitík og þú hefur líklega rétt fyrir þér í því að litlu mun þetta breyta til lengri tíma. Stóð hún fyrir aðskilning trúarbragða og ríkis? Eru annars til einhver verulega róttæk öfl í Pakistan? Eru þau bæld niður með hervaldi? Hafa ekki Bandaríkjamenn stutt núverandi stjórnvöld eins og þau studdum Saddam í Írak á sínum tíma?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.12.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég þekki því miður ekki allt of vel til í stjórnmálaflóru Pakistan, veit raunar ekki nema það að hún var "moderat" í skoðunum á framtíð Pakistan, en herinn hefur verið voldug stærð í Pakistönsku þjóðlífi. Þar hefur trúarofstæki aukist, öfga íslamistar reyna að halda uppi skelfingu borgaranna. Ég þekki aðeins til gegnum  vinkonur mínar tvær sem eru Pakistanar frá Lahore. Ég hýsti þær á sínum tíma í Kaupmannahöfn vegna þáttöku þeirra í Félagsmálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  sem var haldin í Köben 1996. Þær voru ekki öruggar um líf sitt sem kaþólikkar. Önnur þeirra gekk síðan í klaustur, taldi veg sínum best borgið á þann hátt. Ég vestrænt bómullarbarnið var mjög hissa á að maður gæti óskað sér að fara í klaustur. Ég veit fyrir víst að þá fyrir rúmum tíu árum var ekkert grín að vera í trúarminnihlutahóp þar í landi. Eins er jú talsverð hefð á þessu svæði fyrir pólítískum ofbeldisverkum (Kasmír, Afganistan osfrv).

Anna Karlsdóttir, 28.12.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband