23.12.2007 | 16:55
Alveg ábyggilega "acquired taste"!
Skata er minn uppáhaldsmatur og gæti borðað hana allt árið um kring. Ég girnist þessa kæstu svo mikið að ég er löngu búin að þjófstarta, enda á maður ekki að láta sér nægja að borða hana aðeins einu sinni. Þegar ég var krakki kepptist ég við að verða ekki síðust í matinn á Þorlák, því þá var voðinn vís og ég sæi á eftir góðgætinu niður um hálsa annara fjölskyldumeðlima. Ég fór á sjávarbarinn í vikunni með vinnufélögum og fékk bæði skötustöppur, tindabikkjuskötu og alvöru skötu...og át auðvitað yfir mig af græðgi.
Þetta er skemmtileg hefð og það er algjör skylda foreldra að innræta börnum sínum smekk fyrir skötu. Hvort að sú félagslega tilraun tekst er svo annað. Sumir verða öfgafólk með eða á móti. Aðrir verða væntanlega dempaðri í væntingum sínum fyrir skötunni.
Leiðinlegasta fólk í heimi, og sem er svo sannarlega ekki þess virði að eiga samskipti við eru kverúlantarnir sem kvarta yfir lyktinni og vilja gera skötuveislur útlægar úr fjölbýlishúsum. Ég skil bara alls ekki svoleiðis talíbana!
Skatan smökkuð í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg er ég sammála. Það eru engin jól á skötu á Þorláksmessu. Ég borðaði m.a.s. alein í fyrra, frekar en að sleppa henni. Lyktin er ekta jólalykt margfalt jólalegri en hangikjötslyktin. Gleðileg jól!!!
Guðrún Vala Elísdóttir, 23.12.2007 kl. 19:01
Sæl Guðrún Vala
Gaman að við erum orðnar bloggvinkonur! Gleðileg jól!!
Anna Karlsdóttir, 26.12.2007 kl. 14:56
Mér datt nú bara í hug að ef að þig vantar skötufélaga á næsta ári, þá er ég alveg til í að fara með þér, svo þú þurfir ekki að sitja ein yfir skötunni.
Anna Karlsdóttir, 26.12.2007 kl. 15:13
Oss skötuetandi talíbönum er náttla lítt skemmt með þessari færslu þinni...
& þó ...
Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 23:24
Það var nú gott Steingrímur!
Anna Karlsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.