Lærum af mistökum úr öðrum borgum.

Ég er ein þeirra íhaldsömu sem vil gjarna að gamlar byggingar fái að halda sér í miðbænum. Við höfum séð mistök gerast víða þar sem byggingarverktakar hafa farið að spekúlera of mikið í fermetrum og fermetra verði og þannig byggt uppávið, og vissulega er það reynslan víða í öðrum borgum. Nýjar húsbyggingar geta verið flottar, engin spurning, en eins og nýbyggingar eru nú byggðar í miðbænum er lítið sem bendir til að reynt verði að halda í notalega byggð. Lærum af mistökum annara borga áður en það er orðið of seint. Reykjavík hefur ávallt verið kaotísk í byggingarstílnum það má hún gjarna halda áfram að vera, en ekki á kostnað gömlu húsanna í skuggahverfi og við laugaveginn!
mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband