Þar sem vegurinn endar/byrjar!

Ég var svo heppin að fá bókina hans Hrafns Jökulssonar - Þar sem vegurinn endar, í afmælisgjöf um daginn, reyndar frá gömlum félaga okkar Hrafns frá því á Morfís dögum (úff hvað er langt síðan).

Mér finnst þessi bók afbragðsgóð. það kveður við hreinan tón sem mér líkar vel í skrifum höfundarins. Sagan færist fram og aftur í tíma og staðsetningum en ávallt þannig að maður fylgir þræði vel og svo eru líka svo skemmtilegar margar sögurnar, staðarháttalýsingar og mannlýsingar í bókinni. Eini veikleikinn sem ég sé við þessa bók er áhugaverð frásögn um fundi Hrafns við Króatíska konu sem vinur hans er mjög ástfangin af. Svo undarlega vill til að þetta er nær eini kafli bókarinnar þar sem Hrafn missir svolítið ástríðuna í frásögnum af fundum þeirra. Saga þessi er einmitt til þess fallin að bræða hvert hjarta, hún fjallar um örlög, stríðsátök, sundrun ástvina og enga endurfundi.....og nú má ég ekki uppljóstra meir.

Ég óska Hrafni til hamingju og vona að sem flestir njóti þessarar fínu bókar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mæli óhrædd með henni!

Anna Karlsdóttir, 19.12.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband