2.12.2007 | 17:39
Afdrifaríkar kosningar
Þetta gætu orðið afdrifaríkar kosningar. Rússar hafa ákveðið að verða aftur stórveldi sama hvað það kostar, og Pútín ætlar að vera í fararbroddi í þeirri vegferð. Ég er að mörgu leyti svolítið smeyk yfir þessum stórorðu yfirlýsingum Pútíns um yfirgang Bandaríkjamanna og vesturlanda - en á sama tíma skynja ég líka að rússar átta sig á að alþjóðlegt samstarf við vinveitt ríki í vestri skiptir máli. Við erum t.d með heimsókn af landfræði prófessor frá Moskvu háskóla (starfsfólk í deildinni er þúsund manns og landfræðin er í skýjakljúf á háskólasvæðinu, vinur okkar situr á skrifstofu á 22 hæð). Við virkum bara eins og maurar við hliðina á þessu. Allavega ætlar hann að halda erindi sem ég held að verði áhugavert - á morgun.
Vladimir S. Tikunov: Sustainable development of Russia and the Atlas Information System (03.12.2007)
Dr. Vladimir Tikunov er prófessor í kortagerð og landfræðilegum upplýsingakerfum við landfræðideild Moskvuháskóla. Þar veitir hann forstöðu rannsóknastofu um kortagerð og sjálfbæra svæðaþróun. Hann var varaforseti Alþjóða kortagerðarsambandsins um tíma og er formaður nefndar sambandsins um landfræðileg upplýsingakerfi og sjálfbæra þróun. Í erindinu fjallar Dr. Tikunov um notkun landfræðilegrar upplýsingatækni við greiningu og framsetningu upplýsinga um sjálfbæra þróun í Rússlandi.
Land- og ferðamálafræðiskor stendur að erindinu, sem verður flutt á ensku. Það er öllum opið.
Staður: Askja 132
Vefslóð: http://www.raunvisindi.hi.is/page/landferd
Helmingur Rússa hefur greitt atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.