1.12.2007 | 21:52
Have you been a dad today?
Ég sá þessa auglýsingu frá National Fatherhood initiative á myspace síðu sonar míns. Mér varð hugsað til samtakana félag ábyrgra feðra sem hafa meðal annars barist fyrir auknu jafnrétti í umgengni við börnin sín. Ég held að þessi samtök hafi á sér einhverskonar tuðarastimpil og einhvern veginn fær maður stundum á tilfinninguna að þeir feður sem berjist harðast þar hafi kannski ekki mikið verið standa sig í föðurhlutverkinu/eiginmannshlutverkinu á meðan að fjölskyldan bjó saman. Ég hugsa nú að það séu líka menn í þessum samtökum sem að eru virkilega af heilum hug að berjast við erfiðar og eigingjarnar mæður barna þeirra.
Ég fer ekki ofan af því að börnum er best að eiga fyrirmyndir í báðum foreldrum, mömmu sinni og pabba sínum.
Þau geta fengið mjög brenglaðar og upphafðar hugmyndir um annað foreldrið sem þau eru ekki í tengslum við eða sem ekki er að standa sig gagnvart því. Ég trúi því að maður eigi sem foreldri að styðja börnin sín í að verða sem heilsteyptastir einstaklingar. Það geta þau best ef þau fá að kynnast báðum foreldrum sínum.
Vonandi er nú að þróast ríkjandi siðgæðisvitund meðal feðra sem ábyrgra feðra. En því miður hafa feður nú ekki alltaf verið að standa sig gagnvart sínum ástvinum. Um það eru mýgrútur dæma í kringum hverja og einustu íslenska fjölskyldu. Þannig að kannski er það útskýringin á tortryggni gagnvart fráskildum feðrum sem röfla um aukin rétt.
Það er auðvitað sárt að sjá á eftir barninu sínu í fang mannsins sem sveik mann eða olli hjartasári á einhvern annan hátt, sem manni finnst kannski ekki hafi mikið þroskast og sé jafn ótillitssamur sem áður. Þó ég geri mér grein fyrir að skilnaðir foreldra geti verið stofnað til af konum jafnt sem körlum.
En ég fer samt ekki ofan af því að það er siðferðisskylda sem hvílir á öllum foreldrum (og sem þeir verða að átta sig á áður en þeir fara út í barneignir) að börnin þeirra fái að njóta beggja foreldra ef hægt er.
Ég hef prófað það á eigin skrokk, og viti menn það er bara miklu auðveldara en hitt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.