31.10.2007 | 18:27
Innihald samningana skipti máli um verðmætarýrð OR, ekki formgerðin!
Blessaðir séu þeir yfirlætislegu lögfræðingar sem að fengu það hlutverk að svara erindi umboðsmanns alþingis. Svei veri takmörkuðu innsæi þeirra og ályktunarhæfni, talentinu til að meta áhrifagildi samninga. Það getur vel verið að öll formgerð hafi verið í lagi og það sé í lagi (telja þeir, af því að þeir sjá ekki að sveitarfélögin hafi tekið á sig ábyrgðir eða skuldbindingar við samningsundirritunina). Það eitt og sér er ranglega ályktað þar eð í samningum kvað skýrlega á um að starfsmenn og ýmiskonar sérfræðiþjónusta OR væri föl hinu nýja fyrirtæki næstu 20 ár. Mig langar að minna á umfjöllun Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um málið í pistlinum: Orkuveitan er í raun seld.Tilburðir svarenda Reykjavíkurborgar eru því bara pínlegir í þessu ljósi! Og hananú!
![]() |
Telja að ekki þurfi samþykki eigenda vegna stofnunar dótturfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.