Al Idrisi upphafsmaður pasta á Ítalíu

Ég er að lesa skemmtilega bók sem heitir Delizia! - the epic history of the Italians and their food eftir John Dickie sem skrifaði líka Cosa Nostra. Í bókinni er tekið á mörgum goðsögnum ítalskra matarhefða og hvernig þær þróuðust og hvaðan mismunandi menningarstraumar í matargerð í raun bárust frá. Ein af áhugaverðari sögulegum skýringum höfundar er að pasta, verkkunnáttan tengd pastagerð hafi borist um 1100 með múslima að nafni Al Idrisi. Hann var fæddur í Marokkó en menntaður á Máraslóðum Spánar.  Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband