Hvað með Rómarklúbbinn?

Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna deila með sér friðarverðlaununum. Ég tel að Al Gore sé vel að þessum verðlaunum komin. Hann hefur lengi og mun lengur en heimildarmynd hans hefur verið þekkt, barist ötullega í loftslagsmálum. Þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna í tíð Clintons fyrrum forseta, setti hann á laggir ýmiskonar nefndir og áætlanir sem tengdust lágmörkun útblásturs í Bandaríkjunum. Clinton stjórnin var mjög meðvituð um bága stöðu umhverfismála í Norður Ameríku ólíkt þeim sem á eftir tóku við. Það eru kannski flestir búnir að gleyma því. Þar áður, barðist hann ötullega að friðarmálum í heiminum. Ég er einnig viss um að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna er vel að þessu komin. En ég spyr samt sjálfa mig hvort að Rómarklúbburinn sem stofnaður var 1967 var ekki í raun það forum sem kom umræðunni um þetta af stað?
mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband