Í heitum uppsprettum þrífst ýmislegt, líka nútíma flökkusögur

Naegleria Fowleri er óhugnaleg en nær til fárra, sem betur fer. Ég hélt fyrst að þessi frétt væri uppspuni afleysingablaðamanns á netmogganum en fór síðan sjálf að athuga málið og komast að uppsprettu heimildanna. Fann talsvert um þetta fjallað bæði í bandarískum, dönskum og frönskum vefmiðlum. Ég hélt nefnilega að þetta væri ein af nútíma flökkusögunum, eins og þessi með köttinn í örbylgjuofninum. En það er greinilega hægt að treysta mbl.is, sem betur fer. Samkvæmt samtökum líffræðinga og grein í örverulíffræði- tímaritinu

The Journal of Eukaryotic Microbiology

Article: pp. 676–682 | Full Text | PDF (1.16M)

ræðst amöban á miðtaugakerfið og einkennin verða svipuð og einkenni sjúklings með bráða heilahimnubólgu.  Samkvæmt þeim heimildum sem ég fann hefur slímdýrið aðallega hingað til ráðist á dýr, t.d í dýragarði í Texas, í búfénaði eins og kindum og kúm, í gæludýrum, aðallega hundum og í villtum dýrum, t.d í fuglum. Eftir að amöban hefur komist að í vefjum lífveranna tekur yfirleitt 5-7 daga að draga dýrið til dauða.

Það er einnig skrifað um þetta í dýralæknatímaritinu: Vet Pathology

 


mbl.is Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi að Moggafólk hefði kynnt sér málið aðeins betur og ekki farið að kalla einfrumunga dýr!  Amaba er og verður ekki dýr, og nafnið slímdýr er líka algerlega óskiljanlegt!!!  Þannig vil ég vara þig við að treysta mbl. sem þýðir hluti hráa upp af hvaða fréttavef sem er og skáldar inn í ef einhver vafi leikur á hvernig á að þýða hlutina.

Frekar fyndið samt að sjá "heilaétandi slímdýr" í fyrirsögninni, þar sem það gefur til kynna að höfundur hafi kannski horft á aðeins of mikið af hryllingsmyndum.  Mér finnst flökkusagnatengingin hjá þér nett! 

Erna (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þessar athugasemdir Erna.

Anna Karlsdóttir, 3.10.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þeim moggablaðamönnum til varnar, vil ég benda á, að "amaba" er útskýrð sem "teygjudýr" í hinni íslensku orðabók, og sem "one cell animals" í Websters. 

Sigríður Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæl Sigríður

Þeir hjá íslensku orðabókinni þyrftu að uppfæra ýmislegt sem þar stendur. Ég hef orðið átakanlega vör við það þegar ég þarf á ýmsum þýðingum að halda á hugtökum. En takk fyrir ábendinguna.

Anna Karlsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband