Átakanlega upptekin af eigin holdi!

Ég held að mæður eigi óbeinan og stundum beinan þátt í að stúlkur verði Anorexiu  eða Lotugræðgi að bráð. Ég var í laugardalslauginni og horfði upp á móður leggja ómeðvitað drögin að slíkum örlögum meðal dætra sinna.  Í búningsklefanum sveif eða hlammaðist hver konan á fætur annarri upp á vigtina. Mér varð um og ó að horfa upp á hversu margar konur drógust að vigtinni allsberar, eins og hún væri segull í flísalögðu rýminu. Að endingu varð mér að orði við eldri konu að ég teldi ferðalag á vigtina algjörlega óhugsandi. Það er einungis til þess fallið að valda hugarangri og segir nákvæmlega ekkert um líðan eða útlit. Hvort maður passar í fötin sín segir meira (nema maður auðvitað píni sig í barnastærðir eins og sumar konur virðast gera). Konan brosti móðurlega til mín og sagði að það væri gaman að fara á vigtina þegar maður væri að léttast. Jú,jú ég samsinnti því. Fleiri konur komu á vigtina. Síðan tóku dætur við.

Mér varð starsýnt á 10-12 ára stúlkur sem kepptust um að vera léttari. Ég er 25 kíló hrópaði ein þeirra yfir rýmið. Greinilega stolt af eigin frammistöðu. Vinkona eða systir hennar var eitthvað þyngri, greinilega óánægð með það. Þeim vantaði þó ekki húmor stöllunum og fóru að gera akrobatík á vigtinni til að mælast léttari. Þetta kepptust þær við um stund. Það var fróðlegt að verða vitni að svona atferli. Móðirin leiddi hópinn og síðan tóku dæturnar við. Í hugrenningum mínum dúkkaði allt í einu upp minning um eigin gelgju. Þá mundi ég eftir að móðir vinkonu minnar stóð heima hjá sér á nærfötunum og var að metast við tuttugu árum yngri dóttur sína hvor hefði meira slit á lærunum. Hvor væri með flottara hold á maganum osfrv. Ég heyri meira segja rödd hennar hljóma. Helga! Ég er nú búin að eignast þrjú börn og samt er ég með minna slit á lærunum. Þú ert alltof feit Helga. Þú ættir ekki að vera svona ólöguleg.

Önnur minning plompaði upp. Móðir manns sem ég þekki sem sjálf lítur út eins og Biafra-barn mælir fólk út frá holdafari. Hún notar hugtök um holdafar eins og kartöflupoka og tröllskessa og segir við fólk mikið rosalega ertu að verða feit(ur). Hún er alveg frjáls undan oki prúðmennskunnar.

Önnur móðir sem ég man eftir er voðalega upptekin af útliti fólks og er alltaf að kommentera eitthvað á þessa leið. Mikið rosalega lítur þessi illa út, voðalega er þessi að verða ellileg! Ég hefði getað svarið að blablablabla.

Því miður virðast fullorðnir vera átakanlega uppteknir af eigin holdi á ýmsa vegu og það verður bara að segjast. Það er ekkert sérlega góð fyrirmynd fyrir börnin þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha

er þessi móðir manns sem þú þekkir sú sem að ég held, er maðurinn læknismenntaður?

Dísa frænka (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég segi þér ekki frá því, en þú þekkir umrædda konu vel.

Anna Karlsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband