31.8.2007 | 17:07
Skapleg heilsa
Þú myndir aldrei gefa sykursýkissjúklingi insúlín til notkunar án þess að veita ráðgjöf í mataræði og hreyfingu. Á sama hátt ætti ekki að líðast að gefa sjúklingum lithium eða aðra tegund lyfja án þess að veit ráðgjöf um streitulosun, breytingar á lífstíl, svefnþarfir og annað sem tengist því að hirða sjálfan sig og rækta. Svona skaplega heilsu.
Þetta fann ég á vefsíðu þáttarins ideas sem er í miklum metum hjá mér í útvarpi þeirra Kanadamanna, CBC, og er bein tilvitnun í Francis Mark Mondimore, sem ég veit reyndar ekkert hver er, en þetta er mjög skynsamleg ábending...sem á allt eins við í okkar landi eins og þeirra.
Hér er upprunalegi textinn.
Mood Hygiene
"You wouldn't give a diabetic an insulin regimen an not counsel them on diet and exercise. In the same way we should not be giving patients lithium or any other medication and not counsel them on stress management, lifestyle changes, sleep, basically taking care of themselves. What I call mood hygiene."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.