..Nú þegar eftirlitsmyndavélar fylgjast með umferðinni!!...

langar mig að spá í þau viðmið sem gera yfirvöldum slíkt kleift. Það er haldið uppi stanslausum áróðri tryggingafélaga, umferðaryfirvalda og lögregluyfirvalda um að það sé svo mikið af glæfra-akstri á vegum úti að það kalli á meiri mannafla við eftirlit og harðari refsingar við brotum. Ég ætla ekki að fara að gera mig að dómara í þessu máli en það er eitt víst að umferðarbrota-tengdar fréttir í fjölmiðlum eru orðnar heitar fréttir og tróna ofar en drápsfréttir frá Írak. Við að halda úti stöðugum áróðri um hættur myndast glufur til að breyta viðmiðum um hvað sé persónuvernd og friðhelgi fólks. Við hér heima erum ekki eins illa stödd og bretar sem ég heimsótti á dögunum, þó mér finnist að hér sé vísir að svipaðri þróun.

Í London einni eru 65.000 (65 þúsund) eftirlitsmyndavélar á götum borgarinnar. Þannig má heita að hægt sé að fylgjast mjög náið með ferðum fólks. Ég var stödd í Leeds. Þar er líka ógnarmagn af myndavélum þó þær séu ekki eins margar og í höfuðborginni. Til að gera langa sögu stutta ætlaði ég að ganga yfir gangbraut þó rautt ljós væri og enginn bíll á ferð. Þá var allt í einu kallað á mig úr kallkerfi að ég mætti ekki fara yfir á rauðu. Ég stökk hæð mína í loft upp svo illa brá mér. En síðan tóku hláturtaugarnar yfirhöndina. Í kjölfarið fór ég að huga að öllu því starfsfólki sem þarf að ráða til að glápa á skjái og fylgjast með hugsanlegum misyndismönnum. Þessi eftirlitstörf eru nýju mc-jobbin, nú þegar að farið er að líta skyndibitamenningu hornauga.

Í París eru 2000 eftirlitsmyndavélar (2 þúsund) og þó að París sé nokkru minni borg en London fékk samanburðurinn borgarstjóra Parísar til að koma fram í frönskum fjölmiðlum og krefjast fleiri eftirlitsmyndavéla líkt og London. París gæti ekki verið eftirbátur London að þessu leyti. Hvað er eiginlega að fólki.!!! Í Amsterdam þar sem ég dvaldi fyrir stuttu er löng hefð fyrir fjölda eftirlitsmyndavélag á torgum og strætum, en þar kemur á móti mjög frjálsleg löggjöf um eiturlyf, vændi ofl. sem mér persónulega finnst afsaka að talsvert eftirlit sé og málum sé fylgt eftir.

Michael Schwarts (arkitekt í kaliforníu) sem var með mér á ráðstefnu í Leeds um daginn fannst bretar vera að þróa persónueftirlit sitt með mjög óhugnarlegum hætti og í hans huga poppaði eilíflega upp samlíking við ríki kommúnismans þar sem fólk gat varla átt samskipti sín á milli án vitneskju yfirvalda. Er félagsfasismi það sem við viljum - er það sú stefna sem okkur finnst vænleg til að skapa heilbrigt samfélag?

Þó eftirlit á vegum úti sé nauðsynlegt eru heilbrigð samskipti milli fólks, milli yfirvalda og fólks gegnum heilbrigð samskipti og samtal ágætis tól og þær aðferðir úreldast ekki við tækniþróun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband