Samsæriskenningar höfða því miður til fólks og Burma/Myanmar er ágætis skotmark

Ég hef alltaf gaman af að fá innsýn í hugrenningar samsæriskenningasmiða. Það er þó nýlunda að miðillinn séu auglýsingar. En mér finnst þetta nokkuð gott framtak hjá dönsku listamönnunum. Stjórnvöld í Myanmar/Burma hafa einmitt beitt sérlega grófum aðferðum við uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu. Íbúar svæða hafa verið fluttir nauðungarflutningum þar sem yfirvöld hafa ákvarðað að erlendir ferðamenn hefðu gaman af að vera eða fara um. Það má segja að stjórnvöld þar í landi hafi beitt zoning aðferðum í ferðamálum á nýstárlegan hátt. Meira að segja miðað við önnur yfirvöld þar sem einræði ríkir. Kúba sem bandarísk yfirvöld elska að hata hafa ekki einu sinni látið sér detta þetta í hug, en Kínversk yfirvöld beittu slíku þó með gulrót í formi uppbyggingar nýrra borga í stað þeirra sem sökkt var við virkjun Gula fljóts. Uppbygging ferðamála í Burma/Myanmar án tillits til almennings og lifnaðarhátta þeirra og með fórnum almennra nauðugra borgara er því staðreynd.

Bresku samtökin tourism concern hafa undanfarin ár haldið úti átaki og upplýsingaherferð um ástand uppbyggingar og reksturs ferðamála í landinu og beitt sér fyrir að upplýsa og hvetja fólk til að sniðganga ferðalög til landsins.

http://www.tourismconcern.org.uk/campaigns/burma-update.htm

Auk þess að hafa fangelsað lýðræðislega kosin þjóðarleiðtoga landsins Aung Saan Sui kyi sem er Nóbels friðarverðlaunahafi hafa stjórnvöld margbrotið mannréttindi almennra borgara.  Það ætti að réttlæta að fólk héldi sig frá landinu. Því miður virðast ekki bara samsæriskenningar höfða til ferðaglaðs fólks á vesturlöndum sem lifir viðburðarlitlu lífi nema á ferðinni. Fólk laðast að stöðum þar sem hörmungar hafa herjað eins og ferðaforkólfar hafa komist að í New Orleans og víðar. Auglýsingin sem beint var til borgarana í landinu þar eð hún birtist í dagblaði þar gæti þannig haft öfug áhrif nú þegar vestrænir fjölmiðlar hafa beint sjónum að málinu.

Ég vona að fréttin kyndi ekki undir forvitni vestrænna borgara til að fara og sjá aðstæður. Í því sambandi er vert að minna veiklynda á, að ferðaupplifun í Myanmar/Burma er ekkert annað en feik og gífurlegt eftirlit er með ferðamönnum svipað og var í Sovét. Íslendingar, látið því ekki glepjast og haldið ykkur fjarri landinu  - þá stuðlið þið ekki að því að styrkja grimmilega og ósvífna stjórnarhætti.


mbl.is Dönsk auglýsing veldur uppnámi í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband