Fjör í hvalfjarðagangaáformum!?

Enn eina ferðina er allt í volli hér á ástkæra ylhýra. Nú vilja menn fara út í milljarða fjárfestingar til að tvöfalda hvalfjarðargöngin fyrir þessa tvo daga vikunnar í þrjá mánuði ársins (samtals 26 daga) þar sem umferðarteppa myndast í göngunum. Ég átta mig ekki á afhverju mönnum dettur ekki í hug að fjölþætta tengingarnar þessa örfáu daga til dæmis með að endurlífga ferjusamgöngur upp á skaga þá daga sem um ræðir. Það hlýtur að vera ódýrara og skemmtilegra og hagkvæmara að redda einni boggu í hlutverk afkúfs. En framkvæmdagleðin og dvínandi atvinnumöguleikar sprengjusérfræðinga og verkfræðinga hafa þar sjálfsagt eitthvað að segja. Hvernig væri nú að hugsa aðeins víðar. Ég yrði verulega hneyksluð og finndist illa farið með fé skattborgarana ef að samgönguráðherra léti undan jarrmi og hamri talsmanna tvöföldunar gangna. Það eru margar aðrar samgöngubætur mun meira áríðandi á landinu en þetta. Og þó að engin vafi leiki á þeim óhemju möguleikum sem hafa opnast með göngum fyrir byggðarlög norðan ganga en eins frístundaiðkendur, skólafólk og vinnandi fólk af höfuðborgarsvæðinu er þetta til aðeins of mikils mælst að mínu mati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Flott hugmynd að það gangi ferja tvo umferðarþyngstu dagana - eru það ekki föstudagur og sunnudagur? En verði grafin önnur göng er afar þýðingarmikið að þar verði gert ráð fyrir járnbrautarspori og að hún komi ekki miklu síðar en göngin.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.7.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ingólfur

Ég styð lagningu járnbrautar/sportbrautar heilshugar.

Anna Karlsdóttir, 27.7.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband