Ég er svo aldeilis hissa!

Það er gott að menn í Borgarfirði, úthverfis Reykjavíkur að kalla má, vilja efla og móta frekar byggðastefnu. En ég hefði haft meiri skilning á yfirlýsingunum ef að þær hefðu komið frá Borgarfirði Eystri eða afskekktari byggðarlögum á Íslandi. En það er auðvitað flott að vera "proactive" fremur en "reactionary". Ég held þó að Borgarnes sé einn af þeim stöðum sem þarf ekki að hafa áhyggjur af dvínandi lífi og atvinnu. Borgarnes er uppland höfuðborgarsvæðisins og verður það um ókomin ár á meðan að byggð er á höfuðborgarsvæðinu og þjóðinni fækkar ekki snögglega. Hins vegar ættu vesturlendingar kannski frekar að huga að byggðum á Snæfellsnesi og um dalamenn og hafa áhyggjur af þeim.
mbl.is Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur til mótunar byggðastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband